Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Leikir við FH hafa alltaf verið dramatískir
11. febrúar 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar
Bikarslagur gegn FH í Höllinni á mánudaginn
Nú dregur heldur betur til tíðinda í Eimskipsbikarnum, því á mánudaginn kemur í ljós hvort það verður Akureyri eða FH sem tekur þátt í úrslitaleik bikarkeppninnar. Leikurinn verður í Íþróttahöllinni og hefst klukkan 19:00.
Í bikarkeppninni kemur ekkert nema sigur til greina, tap þýðir einfaldlega að þátttöku í keppninni er lokið. Akureyri á harma að hefna gegn FH í bikarnum en undanfarin tvö ár tapaði liðið fyrir þeim þannig að nú er vissulega kominn tími á að hefna fyrir þær ófarir.
FH liðinu var spáð góðu gengi í upphafi tímabilsins og virðist vera komið á gott skrið þessa stundina eftir að hafa misstígið sig dálítið í N1-deildinni. Þannig unnu FH ingar stórsigur á Val, 34-24 í gær og þar á undan gerðu þeir jafntefli við Fram.
Mestu virðist muna að varnarleikurinn hjá liðinu hefur batnað og þeir skora mikið úr hraðaupphlaupum líkt og Akureyrarliðið. Með liðinu spila tveir Akureyringar,
Ásbjörn Friðriksson og Baldvin Þorsteinsson
. Ásbjörn hefur verið þeirra albesti og stöðugasti leikmaður í vetur og var t.d. markahæstur FH inga gegn Val í gær. Hornamaðurinn Baldvin Þorsteinsson gekk til liðs við FH skömmu fyrir jól og er svo sannarlega betri en enginn, jafnt í sókn sem vörn.
Þá hefur stórskyttan Ólafur Guðmundsson loks fundið sig í síðustu leikjum og skorað grimmt.
Ásbjörn
hafði eftirfarandi að segja um leik FH liðsins og væntingar til komandi leikja við Akureyri, en hann ræddi við blaðamann Morgunblaðsins eftir Valsleikinn:
„Við þurftum nú að hafa fyrir þessum sigri en við spiluðum hrikalega góða vörn og hún lagði grunninn að þessum góða sigri,“
sagði Ásbjörn Friðriksson leikmaður FH við mbl.is eftir tíu marka sigur FH-inga á Valsmönnum í kvöld.
„Sóknarleikurinn var allt í lagi en vörnin var frábær og við náðum mörgum hraðaupphlaupum vegna hennar,“ sagði Ásbjörn sem átti mjög góðan leik og var markahæstur í FH-liðinu með 9 mörk.
„Það hefur gengið vel hjá mér upp á síðkastið og vonandi heldur það bara áfram. Við eigum tvo leiki í röð á móti Akureyri á útivelli og það verður gaman að mæta þeim. Akureyringarnir eru búnir að spila best í vetur og það er ljóst að okkar bíður hörkuleikur. Vonandi tekst okkur að vinna báða leikina en ef ég ætti að velja annan þá myndi ég velja bikarleikinn,“
sagði Ásbjörn.
Ólafur Guðmundsson hafði þetta að segja:
„Þetta var mjög góður leikur hjá okkur allan leiktímann, við byrjuðum þetta rólega en spiluðum góða vörn og fína sókn. Þetta var bara klassa leikur. Við vorum allir saman og það er frábært að ná tíu marka sigri gegn Val.
Þeir reyndu að brjóta þetta upp og ég veit ekki hvað þeir prófuðu ekki. En vörnin okkar var klassi og við spiluðum okkar bolta og það skilaði sér,“
sagði Ólafur sem skoraði átta mörk í leiknum.
„Við sýndum núna hvað við getum. Svona eigum við að spila alltaf. Ef við höldum þessu áfram vinnum við öll lið í deildinni. Það var allt gott í kvöld.“
Það má sem sé eiga von á hörkuspennu og dramatík í Höllinni á mánudaginn og nú ríður á að stuðningsmenn flykkist í Höllina og við berjumst fyrir því að komast í úrslitaleik bikarkeppninnar.
Hafa verður í huga að ársmiðahafar og stuðningsmannaskírteini gilda ekki á bikarleiki en að sjálfsögðu verða veitingar fyrir handhafa stuðningsmannaskírteina eins og vant er. Aðgangseyrir á leikinn er 1.000 krónur fyrir fullorðna en 300 fyrir yngri en 15 ára.
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson