Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Sendum Sveinbirni og strákunum baráttukveðjur í þriðja leikinn gegn FH

20. febrúar 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar

Sveinbjörn og stuttbuxurnar: Léttari á mér og líður betur

Þeir sem hafa séð til karlaliðs Akureyrar í handbolta nú eftir áramótin hafa eflaust tekið eftir því að Sveinbjörn Pétursson, markvörðurinn snjalli, hefur staðið á milli stanganna berleggjaður. Sveinbjörn hefur valið að kasta af sér klæðum og í stað þess að vera í síðbuxum í rammanum er hann í stuttbuxum og er óhræddur að mæta skotmönnum andstæðinganna þannig búinn.

Guðmundur Hilmarsson blaðamaður Morgunblaðsins fjallar um þetta uppátæki Sveinbjörns í laugardagsblaðinu þessa helgina og ræðir við Sveinbjörn um tiltækið:

Leikur sama leik og Hjalti og Óli Ben.
Þeir sem eru komnir til ára sinna minnast þess að Hjalti Einarsson, sem gerði garðinn frægan með FH og íslenska landsliðinu á árum áður, átti það til að verja markið klæddur í stuttbuxur sem og Valsmaðurinn og landsliðsmaðurinn Ólafur Benediktsson og Eyjamaðurinn Sigmar Þröstur Óskarsson þegar hann lék með ÍBV og Stjörnunni.

Fólki, sumu hverju allavega, brá örugglega í brún þegar það sá Sveinbjörn hlaupa inn á völlinn í stuttbuxunum enda afar sjaldgæf sjón að sjá handboltamarkverði nú til dags spila nema í síðbuxum. En hvað varð til þess að Sveinbjörn ákvað að taka upp á því að spila berleggjaður?

Í stuttum á æfingum
„Í fyrsta leiknum eftir HM-fríið þegar við tókum á móti Val ákvað ég að slá til og spila í stuttbuxunum. Ég er yfirleitt í stuttbuxum á æfingum og mig langaði til prófa að gera það í leik. Það gekk fínt svo ég hef haldið mig við stuttbuxurnar síðan. Mér finnst ég vera léttari á mér, er frjálsari og líður bara betur. Ég hef fengið skot í lærin en í hita leiksins finnur maður ekkert fyrir þeim,“ sagði Sveinbjörn við Morgunblaðið í gær en fáir efast um að hann hafi leikið best allra markvarða á Íslandsmótinu.

„Mér finnst bara fínt að vera sá markvörður sem hefur tekið það upp aftur að spila í stuttbuxum. Það væri ekki gaman ef allir væru eins. Á meðan þetta gengur svona vel sé ég enga ástæðu til að fara aftur í síðbrækurnar,“ sagði Sveinbjörn.

Sveinbjörn segist ekki hafa séð neinn markvörð á nýafstöðnu heimsmeistaramóti í Svíþjóð sem spilaði í stuttbuxum. „Ég hef séð markvörð spila í stuttbuxum, Þjóðverjann Chrischa Hannawald. Hann tók sig vel út í þeim.“

Sveinbjörn er í láni hjá Akureyrarliðinu frá HK en hann er samningsbundinn Kópavogsliðinu út næstu leiktíð. Spurður hvað taki við hjá honum eftir þetta tímabil sagði Sveinbjörn: „Ég hugsa sem allra minnst um það. Ég tek bara einn leik í einu og sé svo bara til hvað verður.“


Sveinbjörn Pétursson á stuttbuxunum umtöluðu fagnar innilega sigri Akureyringa á FH í bikarnum síðasta mánudagskvöld

Sveinbjörn og félagar í Akureyri Handboltafélagi mæta FH ingum í Kaplakrika á morgun, mánudaginn 21. febrúar klukkan 18:30. Þriðji leikur liðanna í röð á viku og væntanlega verða stuttbuxurnar góðu með í för.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson