Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Oddur var frábær í leiknum í dag
29. apríl 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar
FH sigur í háspennuleik, upp á líf og dauða á sunnudaginn
Það tekur á taugarnar að fylgjast með leikjum Akureyrar og FH þessa dagana en lukkudísirnar hafa verið með FH ingum á lokasekúndum fyrstu tveggja leikjanna og þeir því komnir í sömu stöðu og Valur gegn KA árið 2002. En þá komst Valur í forystu 2-0. En Atli Hilmarsson magnaði upp sína menn þá og þeir unnu síðustu þrjá leikina og stóðu uppi sem Íslandsmeistarar. Það verður því barist upp á líf og dauða í Íþróttahöllinni á sunnudaginn.
Hér á eftir fer umfjöllun Vikudags um leikinn í kvöld, það er
Þröstur Ernir Viðarsson
sem hefur orðið:
Oddur Gretarsson var magnaður í liði Akureyrar í kvöld og skoraði 12 mörk.
FH er komið með pálmann í hendurnar eftir 28:26 sigur gegn Akureyri í öðrum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla í Kaplakrika í kvöld. FH hefur nú 2:0 forystu í einvíginu og vantar aðeins einn sigur í viðbót til þess að verða Íslandsmeistari. Næsti leikur verður á Akureyri á sunnudaginn kemur kl. 16:00 og þar verða Akureyringar að vinna til þess að halda sér á lífi í rimmunni. Leikurinn í Kaplakrika í kvöld var gríðarlega spennandi og líkt í fyrsta leiknum á Akureyri réðust úrslitin á lokasekúndunum.
Oddur og Heimir í leiknum í kvöld. Mynd: Snorri Sturluson
Oddur Gretarsson átti stórleik fyrir Akureyri með 12 mörk skoruð en það dugði skammt fyrir norðanmenn. Í liði FH var markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson erfiður Akureyringum með 17 skot varin.
FH-ingar fengu óskabyrjun. Þeir komust í 7:3 og virtust ætla að kafsigla Akureyringum í byrjun. Daníel Freyr hélt áfram þar sem frá var horfið í fyrsta leiknum og varði vel í marki FH en hinu megin var Sveinbjörn Pétursson lengi í gang.
Akureyringar sneru hins vegar dæminu við. Sveinbjörn fór að verja og með frábærum kafla breyttu gestirnir stöðunni í 7:8 sér í vil og komst síðan þremur mörkum yfir, 12:9. FH jafnaði metin í 12:12 og eftir það var leikurinn jafn út hálfleikinn.
Staðan í hálfleik, 15.14.
FH byrjaði seinni háfleikinn betur og komst í 17:14 en Akureyri breytti stöðunni 20:21 sér í vil með góðum kafla. Jafnt var á tölum næstu mínúturnar eða þangað til að heimamenn náðu fjögurra marka forystu þegar tíu mínútur voru eftir, 25:21, og hlutirnir farnir að líta vel út fyrir heimamenn.
Akureyringar voru ekki af baki dottnir og jöfnuðu metin í 25:25. Eftir æsispennandi lokamínútur voru það heimamenn sem voru sterkari á endasprettinum og Ólafur Gústafsson gulltryggði sigur FH með síðasta marki leiksins þegar tvær sekúndur voru eftir.
Lokatölur, 28:26.
Mörk Akureyrar:
Oddur Gretarsson 12 (2 úr víti), Guðmundur Hólmar Helgason 4, Bjarni Fritzson 4, Heimir Örn Árnason 2, Guðlaugur Arnarsson 2, Daníel Einarsson 1, Hreinn Þór Hauksson 1.
Varin skot
: Sveinbjörn Pétursson 16.
Mörk FH:
Ásbjörn Friðriksson 7, Baldvin Þorsteinsson 6, Ólafur Guðmundsson 6, Atli Rúnar Steinþórsson 2, Ólafur Gústafsson 1, Örn Ingi Bjarkason1, Halldór Guðjónsson 1.
Varin skot:
Daníel Freyr Andrésson 17.
Á
sport.is
eru komnar myndir og umfjöllun Snorra Sturlusonar,
smelltu hér til að skoða
.
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson