Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Bjarni jafnaði á lokasekúndum leiksins
20. október 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar
Ótrúlegur endasprettur tryggði Akureyri eitt stig gegn Val
Ef tala má um að leikir verði að vinnast í byrjun tímabils þá má svo sannarlega segja að leikur kvöldsins hjá okkar mönnum í Akureyri gegn Val hafi verið einn af þeim leikjum. Leikurinn bar þess líka augljóslega merki því mikil spenna var allt til leiksloka.
Ekki virtist þó leikurinn ætla að verða spennandi lengi framan af fyrri hálfleik því Akureyrarliðið virkaði hálf vankað í allt þar til rúmar 10 mínútur lifðu fyrri hálfleiks en þá var staðan 5-11 gestunum úr Reykjavík í vil.
Þá hins vegar vaknaði hin margfræga vörn Akureyar loksins til lífs og fór að ganga almennilega út í skyttur Valsmanna, en þar hafði Anton Rúnarsson reynst okkur erfiðastur og skoraði hann ein 5 mörk í fyrri hálfleik. Munurinn minnkaði smá saman og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 14-13 Valsmönnum í vil en þeir skoruðu einungis eitt mark síðstu sex mínútur hálfleiksins gegn fjórum frá Akureyrarliðinu.
Heimamenn byrjuðu leikinn betur í seinni hálfleik og mörk frá þeim Guðmundi Hólmari og Bjarna Fritzsyni komu þeim yfir. Eftir það skiptust liðin á að hafa forystuna alveg þar til 8 mín lifðu leiks. En þá náðu Valsarar tveggja marka forskoti í kjölfar þess að Akureyri missti tvo leikmenn útaf vegna brottvísana og voru fjórir á vellinum í heilar 90 sekúndur. Valsmönnum tókst þó ekki að nýta sér liðsmuninn sem skildi og munurinn var enn tvö mörk þegar Akureyringar voru komnir aftur með fullmannað lið og um 6 mínútur til leiksloka.
Því miður virtist ætla að ganga brösulega að vinna þennan tveggja marka mun Valsmanna niður og virtist leikurinn í raun tapaður þegar Valur fékk víti tveimur mörkum yfir og einungis um tvær mínútur til leiksloka. Stefán Guðnason kom hins vegar í markið og geri sér lítið og varði vítið frá Sturlu Ásgeirssyni og Akureyri geystist í sókn sem lauk með því að Jón Heiðar skoraði þegar rétt rúm mínúta lifði leiks. Í næstu sókn sinni virtust Valsmenn ætla að ná að hanga á boltanum til leiksloka en boltinn barst til Bergvins þegar einungis 9 sekúndur voru eftir og hann náði að koma honum á Bjarna Fritzson sem skoraði úr hraðaupphlaupi þegar ekki nema 4 sekúndur voru eftir. Hlynur í marki Vals var snöggur að ná í boltann og koma honum til Sigfúsar Sigfúsarsonar sem ætlaði að taka miðju en Oddur var enn sneggri að hugsa og braut á Fúsa. Oddur uppskar því miður að launum rautt spjald og verður því væntanlega í leikbanni í næsta leik liðsins sunnudaginn 30. október gegn HK. (Sá sem þetta skrifar kann þó ekki alveg reglurnar í þessu samhengi). Hins vegar er stigið sem náðist í hús í þessum leik liðinu gríðarlega mikilvægt og sú staðreynd er liðinu sennilega alls ekki síður mikilvæg að það gafst ekki upp þegar leikurinn virtist hreinlega tapaður.
Leikurinn í heild var ágætis skemmtun þrátt fyrir að sennilega hafi sést betri handbolti spilaður í Höllinni. Akureyrarliðið var hrikalega lengi í gang og þá sérstaklega varnarlega. Þegar liðið fór hins vegar loksins að spila vörn sýndi það hversu óárennilegt það getur verið. Nú ertu strákarnir komnir með eitthvað til að byggja á fyrir næsta leik þar sem ætlunin er að ná í 2 stig til HK í Kópavog í beinni útsendingu á RÚV þann 30. október.
Markaskorun dreifðist nokkuð vel á Akureyrarliðið en þeir Guðmundur Hólmar og Bjarni Fritszon voru langmarkahæstu leikmenn liðsins, Bjarni með átta mörk og Guðmundur Hólmar með sex. Aðrir skoruðu tvö mörk eða minna.
Mörk Akureyrar:
Bjarni Fritzson 8 (3 úr vítum), Guðmundur Hólmar Helgason 6, Geir Guðmundsson 2, Jón Heiðar Sigurðsson 2, Oddur Gretarsson 2, Bergvin Gíslason 1, Guðlaugur Arnarsson 1,Halldór Tryggvason 1 og Hreinn Þór Hauksson.
Varin skot:
Sveinbjörn Pétursson 17 og Stefán Guðnason varði eitt vítakast
Mörk Vals:
Sturla Ásgeirsson 8 (2 víti), Anton Rúnarsson 5, Finnur Stefánsson 5, Magnús Einarsson 2, Orri Gíslason 2 og Sigfús Sigurðsson 2.
Varin skot:
Hlynur Morthens 16 þar af 1 vítkakast
Sturla Ásgeirsson var valinn maður Valsliðsins og Bjarni Fritzson maður Akureyrarliðsins en báðir fengu körfu frá Norðlenska að launum.
Umfjöllun: Jón Stefán Jónsson
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson