 Hörđur Fannar var frábćr í dag jafnt í vörn sem sókn
| | 20. apríl 2012 - Akureyri handboltafélag skrifarAkureyri međ frábćran sigur á FHAkureyringar unnu FH á heimavelli sínum fyrir norđan, 25-18, er liđin áttust viđ í öđrum leik liđanna í undanúrslitum N1-deildar karla í handknattleik. Stađan í einvíginu er ţví 1-1 og liđin mćtast nćst í Kaplakrika á sunnudaginn kemur, en vinna ţarf ţrjá leiki til ađ komast í úrslit. FH byrjađi leikinn af krafti í Höllinni en Akureyringar virtust hreinlega ekki mćttir til leiks. FH komst í 3-0 en ţađ tók Akureyringa heilar níu mínútur ađ komast á blađ.
Ţađ er Ţröstur Ernir Viđarsson sem hefur orđiđ í ţessari umfjöllun, sem birtist í Vikudegi og á Sport.is
Líkt og í fyrsta leiknum í Kaplakrika voru norđanmenn í vandrćđum í sóknarleiknum, vörnin hélt illa og FH hafđi mun minna fyrir sínum mörkum. Daníel Freyr Andrésson í marki FH tók upp ţráđinn frá ţví í leiknum í Krikanum og varđi vel og skyttan Ólafur Gústafsson lét nokkra sleggjur vađa á mark heimamanna sem Sveinbjörn Pétursson í marki Akureyrar réđi illa viđ. FH náđi fimm marka forystu, 6-1, en Akureyri komst meira inn í leikinn ţegar á leiđ og frábćr endasprettur liđsins í seinni hálfleiks skilađi liđinu tveggja marka forskoti í hálfleik, 11-9, eitthvađ sem lá ekki í loftinu framan af fyrri hálfleik. Vörn norđanmanna komst í gang og í takt viđ hana steig Sveinbjörn Pétursson upp í marki Akureyrar og varđi mikilvćg skot. Viđsnúningur algjör í Höllinni.
Akureyri hélt áfram ţar sem frá var horfiđ í upphafi seinni hálfleiks. Sveinbjörn Pétursson setti í lás í markinu og heimamenn komust sex mörkum yfir 18-12, ţegar tíu mínútur voru liđnar af seinni hálfleik. Sveinbjörn ver vítakast frá Hjalta Pálmasyni Forysta Akureyringa var orđin átta mörk ţegar seinni hálfleikurinn var rúmlega hálfnađur, 21-13, og FH tók leikhlé, en liđiđ virtist algjörlega ráđţrota. Leikhléiđ virtist ekki skila tilćtluđum árangri en norđanmenn juku viđ forystuna sem var orđin tíu mörk, 23-13, ţegar tćplega tíu mínútur lifđu leiks. Ţennan mun náđu FH-ingar aldrei ađ vinna upp og norđamenn innbyrtu ađ lokum öruggan sjö marka sigur, 25-18, og ţađ er ţví ljóst ađ liđin munu mćtast aftur fyrir norđan.
Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 10 (3 úr vítum), Oddur Gretarsson 7 (2 úr vítum) , Hörđur Fannar Sigţórsson 3, Bergvin Gíslason 1, Daníel Örn Einarsson 1, Geir Guđmundsson 1, Heiđar Ţór Ađalsteinsson 1 og Heimir Örn Árnason 1. Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 15 (1 vítakast), Stefán Guđnason 2
Mörk FH: Ólafur Gústafsson 7, Hjalti Ţór Pálmason 4 (1 víti), Ragnar Jóhannsson 2, Andri Berg Haraldsson 1, Ari Magnús Ţorgeirsson 1, Atli Rúnar Steinţórsson 1, Ţorkell Magnússon 1 (úr víti) og Örn Ingi Bjarkason 1. Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 10 og Pálmar Pétursson 1 (víti). |