Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Jovan Kukobat og Hreinn Hauksson mættir til leiks



8. ágúst 2012 - Akureyri handboltafélag skrifar

Lokaundirbúningur næsta tímabils hafinn

Líkt og undanfarin ár þá byrjuðu skipulagðar æfingar meistaraflokks í kringum verslunarmannahelgina af fullum krafti eftir að leikmenn hafa fengið smáfrí í júlí. Heimasíðan kíkti á æfingu í gær og er óhætt að segja að strákarnir hafi tekið hraustlega á og greinilega kraftur í mönnum.

Serbneski markvörðurinn Jovan Kukobat kom til Akureyrar á föstudaginn og var að sjálfsögðu á fullri ferð á æfingunni.


Það var létt yfir þeim Petar Ivancic og Jovan Kukobat á æfingunni

Sömu sögu er að segja af baráttujaxlinum Hreini Haukssyni sem er fluttur til Akureyrar á ný eftir ársdvöl í Svíþjóð. Hreinn kom reyndar heim í þrjá leiki með Akureyri í fyrrahaust þegar meiðslavandræði liðsins voru hvað mest. Það er að sjálfsögðu gríðarlega mikilvægt fyrir liðið að fá reynsluboltann Hrein aftur enda einn öflugasti varnarjaxl íslenska boltans.

N1 deildin hefst mánudaginn 24. september en þá koma FH-ingar í heimsókn í Íþróttahöllina. Áður verður þó æfingamót hér fyrir norðan þar sem HK, ÍR og Valur taka þátt auk Akureyrar en nánar um það síðar.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson