Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Bjarni var í þjálfarahlutverkinu í dag7. febrúar 2013 - Akureyri handboltafélag skrifarJafntefli niðurstaðan hjá Val og Akureyri Líkt og stundum áður í vetur var lið Akureyrar hálf vængbrotið enda meiðslalistinn langur. Hvorki Bjarni Fritzson né Hörður Fannar voru með í kvöld. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og náðu fljótlega tveggja marka forystu 4 -2 og 5 – 3. Akureyrarliðið var þó ekki á þeim buxnum að gefast upp og með fínum leikkafla náðu þeir að jafna í 5 -5 og komast yfir í stöðunni 7 – 8.Hreinn og Guðmundur búnir að stöðva serbnesku skyttu Valsmanna. Mynd: Daníel/visir.is
Liðið leit flott út á þessum kafla og forystan varð mest þrjú mörk 9-12 og 10 – 13 en Valur skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks og munurinn því tvö mörk, 11 – 13 Akureyri í vil.Andri Snær skorar eitt af þrem mörkum sínum. Mynd: Daníel/visir.is
Byrjun seinni hálfleiks var á sömu nótum og fljótlega var forysta Akureyrar orðin fimm mörk, 12 -17 og virtist Akureyri hafa leikinn í hendi sér. Valsmenn gáfust ekki upp og náðu að vinna sig inn í leikinn á ný og jöfnuðu í 20 – 20 þegar tíu mínútur voru eftir. Í kjölfarið náði Valur meira að segja forystunni í 21 – 20 og aftur 22 – 21. Í þeirri stöðu varði Jovan Kukobat vítakast og Akureyri komst yfir á nýjan leik 22 – 23 og 23 – 24 en Valdimar Þórsson náði að skora ótrúlegt jöfnunarmark þegar sjö sekúndur voru til leiksloka og þar við sat, jafntefli 24 – 24. Leikmenn Akureyrar börðust vel í leiknum og var synd að missa leikinn í jafntefli. Bergvin Þór Gíslason var frábær í leiknum, skoraði 10 mörk í öllum regnbogans litum.Bergvin átti stórleik og skoraði 10 mörk. Mynd: Daníel/visir.is
Varnarleikurinn var lengst af mjög góður og Jovan Kukobat góður í markinu.Mörk Akureyrar: Bergvin Þór Gíslason 10, Guðmundur Hólmar Helgason 4, Andri Snær Stefánsson 3, Geir Guðmundsson 3, Heimir Örn Árnason 3 (1 úr víti) og Garðar Már Jónsson 1 mark. Í markinu varði Jovan Kukobat 15 skot, þar af 2 vítaköst.Mörk Vals: Finnur Ingi Stefánsson 7, Nikola Dokic 7 (2 úr vítum), Orri Freyr Gíslason 3, Valdimar Fannar Þórsson 3, Þorgrímur Smári Ólafsson 2, Vignir Stefánsson 1 og Magnús Einarsson 1 Hlynur Morthens varði 9 skot og Lárus Helgi Ólafsson 8 (þar af 1 víti). Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook