Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Slagurinn hefst í dag og verða leikirni í beinni útsendingu á RÚV8. mars 2013 - Akureyri handboltafélag skrifarÍ dag: Akureyri – Stjarnan, hvað segja þjálfararnir? Þá er komið að bikarúrslitahelginni, Final Four, undanúrslit karla fara fram í dag en undanúrslit kvenna á morgun. ÍR og Selfoss mætast í fyrri leik dagsins og hefst sá leikur klukkan 17:15 en leikur Akureyrar og Stjörnunnar klukkan 19:45. Báðir leikirninr eru í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV.Fyrirliðar liðanna fjögurra sem berjast um bikarinn takast hér á. Hreinn Þór Hauksson frá Akureyri, Hörður Bjarnarson frá Selfossi, Víglundur Jarl Þórsson frá Stjörnunni og Björgvin Þór Hólmgeirsson frá ÍR. Fréttablaðið/Pjetur
Ívar Benediktsson blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Sævar Árnason aðstoðarþjálfara Akureyrar og Gunnar Berg Viktorsson þjálfara Stjörnunnar um undirbúning liðanna og væntingar fyrir leikinn. Hægt er að skoða viðtölin hér neðar á síðunni:Sævar: Höfum ekki efni á vanmati Sævar Árnason, aðstoðarþjálfari Akureyrar, segir lið sitt ekki hafa efni á að vanmeta andstæðing sinn, hver svo sem það og í hvorri deildinni sem það er. Sævar segir Akureyrarliðið nálgast viðureignina við Stjörnuna eins og hvern annan leik hvort sem um sé að ræða deildarleik eða bikarleik. Farið sé vel yfir leik andstæðingsins og í framhaldinu lagt upp með ákveðið leikskipulag. „Við höfum sýnt það á köflum í vetur að við höfum ekki efni á að vanmeta andstæðinga okkar,“ segir Sævar. Hann reiknar með að Akureyringar stilli upp sinni sterkustu sveit gegn Stjörnunni, þar á meðal Bjarna Fritzsyni sem hefur verið talsvert frá keppni á þessu ári vegna meiðsla. Akureyrarliðið á fjarlægja von um sæti í úrslitakeppni N1-deildarinnar. Þar af leiðandi hefur stefnan verið sett á bikarinn. „Ef við stöndum okkur vel í bikarnum þá getum við verið nokkuð sáttir við keppnistímabilið þegar það verður gert upp.“Gunnar: Mikilvægt að allir læri af þessu Gunnar Berg Viktorsson, þjálfari Stjörnunnar, teflir fram ungu liði í undanúrslitaleiknum í Símabikarnum í kvöld gegn Akureyri. Leikmennirnir eru flestir í kringum tvítugt og allir nema tveir uppaldir Stjörnumenn. Gunnar segir menn vera með báða fætur á jörðinni og gera sér grein fyrir að við ramman reip verði að draga gegn úrvalsdeildarliði Akureyrar. „Við förum í þennan leik til þess að hafa gaman af þessu og gera okkar besta. Mikilvægt er að menn læri af þessu og kynnist því hvernig er að spila stóran leik í Laugardalshöllinni og öðlist um leið jákvæða reynslu til að taka mér hver sem úrslitin verða,“ segir Gunnar Berg sem hefur reynslu af því að taka þátt í stórleikjum í bikarkeppninni sem leikmaður m.a. með Fram og Haukum. „Auðvitað getur allt gerst í bikarleikjum en aðalatriðið er samt að menn fari ekki af stað með of miklar vonir því við verðum að nýta þennan leik sem ákveðinn stökkpall fyrir framhaldið í deildinni þar sem við erum í harðri baráttu um sæti í úrvalsdeildinni,“ segir Gunnar Berg Viktorsson, þjálfari Stjörnunnar. Sjónvarpið (RÚV) sýnir beint frá sex af leikjum helgarinnar en leikjaplanið er eftirfarandi, allir leikir í Laugardalshöllinni: Fös. 8. mars kl. 17.15 Símabikar karla Selfoss – ÍR (RÚV ) Fös. 8. mars kl. 19.45 Símabikar karla Akureyri – Stjarnan (RÚV ) Fös. 8. mars kl. 21.30 Bikarkeppni utandeildar Úrslitaleikur, Júmboys – Valur 101 Lau. 9. mars kl. 11.00 Bikarkeppni 4. fl. kvenna Úrslitaleikur, HK 1 -Selfoss Lau. 9. mars kl. 13.30 Símabikar kvenna ÍBV – Valur (RÚV ) Lau. 9. mars kl. 15.45 Símabikar kvenna Grótta – Fram (RÚV ) Lau. 9. mars kl. 18.00 Bikarkeppni 3. fl. karla Úrslitaleikur, FH - Grótta Sun. 10. mars kl. 11.00 Bikarkeppni 4. fl. karla Úrslitaleikur, Fram - Selfoss Sun. 10. mars kl. 13.30 Símabikar karla Úrslitaleikur karla (RÚV ) Sun. 10. mars kl. 16.00 Símabikar kvenna Úrslitaleikur kvenna (RÚV ) Sun. 10. mars kl. 18.00 Bikarkeppni 2. fl. karla Úrslitaleikur, FH - Haukar Sun. 10. mars kl. 20.00 Bikarkeppni. 3. fl. kvenna Úrslitaleikur, Fram - Selfoss Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook