Hreiðar á 146 landsleiki fyrir Ísland
| | 20. október 2015 - Akureyri handboltafélag skrifarHreiðar valinn aftur í landsliðiðMarkvörðurinn okkar hann Hreiðar Levý Guðmundsson hefur verið valinn í íslenska landsliðið sem tekur þátt í æfingamóti í Noregi þar sem leikið verður gegn heimamönnum, Danmörku og Frakklandi. Mótið fer fram í byrjun nóvember og er liður í undirbúningi Íslands fyrir Evrópumótið sem fer fram í janúar.
Það er virkilega gaman að sjá Hreiðar aftur í hópnum enda hefur kappinn staðið sig frábærlega í marki Akureyrar það sem af er tímabilinu og hann kominn í toppform.
Einnig í hópnum eru Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson sem léku með KA og Arnór Þór Gunnarsson sem lék með Þór.
Annars er hópurinn svona: Markmenn: Aron Rafn Eðvarðsson, Álaborg Björgvin Páll Gústavsson, Bergischer Hreiðar Levý Guðmundsson, Akureyri
Aðrir leikmenn: Arnar Freyr Arnarson, Fram Arnór Atlason, St.Raphael Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer Aron Pálmarson, Veszprem Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes Bjarki Már Elísson, Füchse Berlin Bjarki Már Gunnarsson, Aue Guðjón Valur Sigurðsson, Barcelona Guðmundur Árni Ólafsson, Mors-Thy Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV Ólafur Bjarki Ragnarsson, Eisenach Róbert Gunnarsson, PSG Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf Snorri Steinn Guðjónsson, Nimes Tandri Már Konráðsson, Ricoh HK Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV Vignir Svavarsson, Midtjylland |