Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Magnaður 12 marka sigur á ÍR - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Frábær liðssigur, Hörður, Sverre, Ingimundur, Róbert og Brynjar stóðu fyrir sínu









22. október 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Magnaður 12 marka sigur á ÍR

Það var ekki laust við að væri spenna í lofti þegar Akureyri tók á móti ÍR í KA heimilinu í kvöld. Bæði lið höfðu býsna óvænt tapað fyrir Gróttu í síðasta leik og nokkuð ljóst að menn ætluðu að bæta fyrir það í kvöld.

Akureyrarliðið var greinilega tilbúið í leikinn, Heiðar Þór Aðalsteinsson skoraði fyrstu tvö mörk leiksins á fyrstu mínútunni og gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Halldór Logi Árnason lét heldur ekki sitt eftir liggja og bætti við næstu tveim mörkum Akureyrar og staðan orðin 4-1.


Halldór Logi átti stórbrotinn leik á línunni, sex mörk úr sex skotum

ÍR-ingar klóruðu í bakkann með næstu tveim mörkum og Sverre tók leikhlé. Og það er óhætt að segja að það virkaði heldur betur. Hreiðar Levý byrjaði á að verja hraðaupphlaup frá Bjarna Fritzsyni og það kveikti heldur betur í liðinu. Munurinn breyttist snarlega í 8-4 og áfram var haldið með hreint frábærum leik jókst forskotið í 12-6 og með síðasta marki hálfleiksins breytti Kristján Orri stöðunni í 15-8.
Lið Akureyrar lék hreint út sagt frábæran fyrri hálfleik sama hvar á var litið, sóknarleikurinn fjölbreyttur, vörnin öflug og Hreiðar Levý stórbrotinn í markinu. Heiðar Þór Aðalsteinsson átti stórleik í sókninni, skoraði sex mörk og mörg þeirra af dýrari gerðinni. Hreiðar með 12 varin skot af 20 sem gerir 60% markvörslu, ekki amaleg frammistaða þar.

Hafi staða ÍR-inga verið erfið í hálfleik má segja að Akureyrarliðið hafi gengið frá leiknum á upphafsandartökum seinni hálfleiks. 3-0 kafli á fyrstu tveim mínútunum var meira en ÍR liðið þoldi og tóku þeir snarlega leikhlé. Tíu marka munur 18-8 og útlitið dökkt fyrir gestina. En heimamenn voru ekkert á því að slaka á, munurinn fór í 11 mörk, 20-9 og einungis sex og hálf mínúta liðin af seinni hálfleiknum.

Og ekki var allt búið enn, munurinn varð mestur 14 mörk, 31-17 og 32-18 en lokatölur 12 marka sigur 32-20.

Leiðindaatvik varð í lok leiksins, Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði síðasta mark ÍR inga úr hraðaupphlaupi og veitti Tomasi mikið höfuðhögg í leiðinni þannig að Tomas lá óvígur eftir. Dómarar leiksins kusu reyndar að horfa framhjá atvikinu. Hvort sem atvikið var viljandi eða óviljandi var framganga Arnars Birkis honum til lítils sóma þegar hann neitaði tilmælum eigin þjálfara og liðsmanna að biðja Tomas afsökunar á atvikinu og þar við sat.


Tomas staðinn á fætur en menn engan vegin sáttir með að ekkert var dæmt

Allir af bekknum tóku þátt í leiknum og það var sama hverjir komu inná allir börðust af krafti enda uppskeran eftir því. Tomas Olason kom í markið og hann hélt svo sannarlega uppi merkinu, varði sex af síðustu níu skotum ÍR inga og mörg hver úr dauðafærum. Brynjar Hólm Grétarsson kom í sóknarleikinn á lokakaflanum og sýndi heldur betur hvers hann er megnugur með þrem glæsimörkum.

Þetta var klárlega langbesti leikur liðsins á tímabilinu og með sama krafti og stemmingu þarf ekki að kvíða framhaldinu. Það er hæpið að gera upp á milli manna, Heiðar Þór frábær sérstaklega í fyrri hálfleiknum, Halldór Logi klikkaði ekki á skoti, Bergvin og Sissi með ógrynni stoðsendinga svo eitthvað sé nefnt. Kristján Orri og Hörður létu svo ekki sitt eftir liggja. Skotnýting liðsins var 78%, 32 mörk úr 41 skoti sem er hreint út sagt frábær tölfræði.




Bergvin og Sigþór voru drjúgir í markaskorun og stoðsendingum á félaga sína

Eins og tölurnar gefa til kynna var varnarleikurinn hreint til fyrirmyndar, ÍR liðið skorar yfirleitt mikið af mörkum en það átti svo sannarlega í erfiðleikum með að rjúfa varnarmúrinn og markverðina þar fyrir aftan. Sóknarnýting ÍR inga var aðeins 28% í leiknum, ekki síst fyrir tilstilli markvarðanna, Hreiðar með 55% og Tomas með 67% sem gerir 57% markvarsla í heildina.


Hreiðar Levý var valinn maður Akureyrarliðsins enda frábær leikur hjá honum

Mörk Akureyrar: Heiðar Þór Aðalsteinsson 7 (2 víti), Halldór Logi Árnason 6, Kristján Orri Jóhannsson 5, Bergvin Þór Gíslason, Brynjar Hólm Grétarsson, Hörður Másson og Sigþór Árni Heimisson 3 mörk hver, Ingimundur Ingimundarson og Róbert Sigurðarson 1 mark hvor.
Hreiðar Levý Guðmundsson varði 21 skot og Tomas Olason 6.

Mörk ÍR: Bjarni Fritzson 6, Sturla Ásgeirsson 5, Arnar Birkir Hálfdánsson 4, Aron Örn Ægisson 2, Davíð Georgsson, Ingvar Heiðmann Birgisson og Jón Kristinn Björgvinsson 1 mark hver.
Arnór Freyr Stefánsson varði 8 skot og Svavar Már Ólafsson 3 skot.

Næsta verkefni Akureyrarliðsins er að taka á móti Gróttu 2 í bikarkeppninni, sá leikur verður á laugardaginn klukkan 18:30 í KA heimilinu. Nú þarf bara að mæta í þann leik af fullum krafti líkt og í dag og að sjálfsögðu áfram í næstu leiki.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson