Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Arnar Finnsson verður í eldlínunni gegn Haukum13. nóvember 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar2. flokkur: Akureyri 1 mætir Haukum á laugardag Lið Akureyrar í 1. deild annars flokks á heimaleik gegn Haukum á laugardaginn. Leikurinn verður í Íþróttahöllinni og hest klukkan 15:30. Akureyri 1 er án stiga eftir þrjá leiki en Haukar hafa 2 stig eftir 2 leiki. Upphaflega átti Akureyri 2 að spila strax á eftir gegn KR í annarri deildinni en á síðustu stundu óskuðu KR-ingar eftir að leikurinn yrði færður og eins og staðan er núna hefur HSÍ orðið við þeirri beiðni og flutt þann leik til 9. janúar 2016. Þannig að það er bara einn leikur hjá 2. flokki á laugardaginn og hvetjum við fólk til að koma í Höllina klukkan 15:30 og styðja strákana. Að sjálfsögðu er frítt inn á leikinn. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook