Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Andri Snær átti fá svör á slökum leik Akureyrar17. nóvember 2015 - Akureyri handboltafélag skrifarViðtöl eftir leik Hauka og Akureyrar Ekki voru fjölmiðlar beint að slást um sætin í blaðamannastúkunni á leik Hauka og Akureyrar í gærkveldi en einungis Morgunblaðið átti fulltrúa á leiknum fyrir utan félögin sjálf. Það voru því ekki mörg viðtöl sem voru tekin eftir leikin en Sindri Sverrisson tók þá Andra Snæ Stefánsson og Adam Hauk Baumruk tali að leik loknumAndri Snær: Þetta var stórskrýtið „Þeir keyrðu bara yfir okkur og við áttum ekkert skilið,“ sagði Andri Snær Stefánsson, fyrirliði Akureyrar, sem skoraði 8 mörk í tapinu stóra gegn Haukum í Olísdeildinni í kvöld, 29:19. Akureyri lenti 9:2 undir í leiknum og eftir það var aldrei spurning hvernig færi: „Við vorum bara ekki mættir til leiks, sem er ekki bjóðandi gegn svona góðu liði. Vörnin var svakalega döpur og þeir fengu að skjóta óáreittir trekk í trekk. Þetta fór með leikinn. Það er svo erfitt að lenda sjö mörkum undir strax gegn liði eins og Haukum,“ sagði Andri. „Þetta var alls ekki í samræmi við það sem við höfum verið að gera undanfarið. Þetta var stórskrýtið. Undirbúningurinn var búinn að vera mjög góður en við þurfum að taka okkur saman í andlitinu eftir þetta, og vera tilbúnir í 60 mínútur í hverjum einasta leik ef við ætlum okkur eitthvað. Við þurfum að gíra okkur upp í 60 mínútna stríð við FH strax á fimmtudaginn,“ sagði Andri. Adam Haukur Baumruk virtist nánast geta skorað að vild í kvöld en hann setti 11 mörk fyrir Hauka: „Adam Haukur var reyndar frábær í dag, en við bara snertum hann varla. Við réðum ekkert við hann. Ef við ætlum okkur eitthvað þurfum við að spila mun betri vörn og fá markvörslu. Þetta var ekki bjóðandi,“ sagði Andri.Adam Haukur: Þetta er bara gjöf fyrir mig „Þegar ég kemst að punktalínu negli ég boltanum oftast inn,“ sagði Adam Haukur Baumruk sem átti stórleik fyrir Hauka í kvöld og skoraði 11 mörk í stórsigrinum á Akureyri, 29:19, í Olísdeildinni í handknattleik. „Við erum oft upp og niður í upphafi svona leikja, en í kvöld vorum við 100% frá byrjun. Þá náðum við þessu forskoti sem var erfitt að tapa niður,“ sagði Adam, en Haukar skoruðu fimm fyrstu mörk leiksins og komust svo í 9:2. Adam virtist geta skorað að vild, alla vega um tíma: „Mér leið mjög vel í kvöld. Þeir byrjuðu mjög varfærnir, leyfðu mér að koma inn að punktalínu og það er bara gjöf fyrir mig. Þeir fóru svo aðeins að stíga mig út, en duttu aftur niður,“ sagði Adam. Blaðamaður sá hann fá skýr skilaboð frá markverðinum Giedrius Morkunas fyrir leik, en hver voru þau? „Við tölum alltaf saman fyrir leik, og það skilar sínu. Hann var bara að segja mér að berja á mönnum í vörninni og skjóta vel,“ sagði Adam. Þessi unga skytta sýndi takta í kvöld sem gefa til kynna að hann muni berjast um sæti í A-landsliðinu í framtíðinni, og eftir að hafa séð aðra leikmenn úr Olísdeildinni fá tækifæri á Gullmótinu í Noregi fyrir skömmu hlýtur það að vera eitthvað sem Adam hugsar um, eða hvað? „Auðvitað langar manni að spila með landsliðinu en maður þarf fyrst að sýna sig hér betur, og ná betri takti í sínum leik því ég er stundum svolítið upp og niður. Þegar ég verð orðinn nógu góður þá kemur kallið,“ sagði Adam yfirvegaður. Hann átti sviðsljósið í kvöld, en í síðasta leik var það Janus Daði Smárason sem var allt í öllu í sóknarleik Hauka og skoraði 13 mörk. Janus var hins vegar á bekknum stærstan hluta leiksins í kvöld, meðal annars vegna eymsla í ökkla. En hafa þeir félagar bara ákveðið að skipta sviðsljósinu á milli sín á milli leikja? „Við köstum bara tening upp á það inni í klefa hvor á að sjá um að skora mörkin. Ég var í banni í síðasta leik og þá tók Janus þetta á sig, og svo ég í dag,“ sagði Adam laufléttur. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook