Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
HSÍ ákvað að fresta báðum leikjum mánudagsins8. desember 2015 - Akureyri handboltafélag skrifarLeiknum gegn ÍBV frestað til miðvikudags Leikur ÍBV og Akureyrar sem átti upphaflega að fara fram á mánudagskvöldið hefur öðru sinni verið færður og er nú settur á miðvikudaginn 9. desember. HSÍ gaf það út á mánudaginn að leiknum yrði frestað til þriðjudagsins en nú hefur verið ákveðið að leikurinn verði á miðvikudaginn, væntanlega klukkan 18:00 eins og upphaflega stóð til. Í tilkynningu frá HSÍ sem send var út á mánudaginn kom eftirfarandi fram: „Í ljósi þess hve slæm veðurspáin er fyrir seinni hluta dagsins í dag og með hliðsjón af tilkynningu frá Almannavörnum þá hefur mótanefnd HSÍ ákveðið að fresta öllum leikjum sem fram áttu að fara í kvöld. Leikur ÍBV og Akureyrar annars vegar og leikur Hauka og FH hins vegar í Olís deild karla verða leiknir þriðjudaginn 8.desember á sömu tímum.“Það skal sem sé ítrekað að leik ÍBV og Akureyrar hefur nú verið frestað til miðvikudagsins 9. desember. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook