Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Bernharð í landsliðstreyjunni góðu10. apríl 2016 - Akureyri handboltafélag skrifarU-20 tryggði sig inn á EM með glæsibrag U-20 landslið Íslands var nú í morgun að leggja Ítali að velli í lokaleik sínum í undankeppni EM en keppnin fór fram í Póllandi. Íslenska liðið vann alla leiki sína og það örugglega og tryggði sér því sæti í lokakeppninni sem fer fram í Danmörku í sumar. Fyrst lágu heimamenn í Pólska liðinu 26-31 þar sem íslenska liðið leiddi allan tímann. Því næst kaffærði liðið Búlgaríu 45-21 og að lokum vannst 45-20 sigur á Ítölum. Bernharð Anton Jónsson markvörður okkar var í hópnum og spilaði vel eins og allt liðið sem sýndi og sannaði að það er til alls líklegt þegar til Danmörku verður komið í sumar. Til hamingju með EM sætið strákar! Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook