Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Kristján Orri var atkvæðamikill í gær17. apríl 2016 - Akureyri handboltafélag skrifarViðtöl eftir leik Akureyrar og Hauka Einar Sigtryggsson blaðamaður mbl stóð fréttamannavaktina í gærkvöldi þegar Akureyri og Haukar mættust í öðrum leik sínum í átta liða úrslitum karla. Einar náði tali af Kristjáni Orra Jóhannssyni markahæsta leikmanni Akureyrarliðsins og Gunnari Magnússyni þjálfara Hauka.Kristján Orri: Tókum vel á þeim Kristján Orri Jóhannsson, leikmaður handboltaliðs Akureyrar, var í miklu stuði í dag þegar lið hans lagði Hauka í úrslitakeppninni, 25:21. Akureyri jafnaði metin í einvígi liðanna og verður því oddaleikur á Ásvöllum á þriðjudagskvöld. Liðin voru að mætast í 5. skipti í vetur og höfðu Haukarnir farið illa með norðanmenn fram að þessu. En hver var lykillinn að sigrinum að mati hornamannsins knáa? „Við skoðuðum mjög vel það sem mátti bæta eftir síðasta leik og ég tel að við höfum náð að laga það sem þurfti að laga. Við kláruðum sóknirnar betur og náðum einnig að keyra hratt aftur í vörnina til að koma í veg fyrir hraðaupphlaupsmörk frá Haukunum,“ sagði Kristján en hann skoraði níu mörk fyrir Akureyri. „Þeir eru mjög öflugir í að refsa með hraðaupphlaupum og fengu úr litlu að moða í þessum leik. Uppstillta vörnin hjá okkur var samt það sem gerði gæfumuninn. Við spiluðum fast, tókum vel á þeim og vorum alltaf mættir í hjálparvörn. Svo verður markvörðurinn að fá smá hrós, það verður víst alltaf að gefa þeim kredit. Við ætlum að mæta svona gíraðir á þriðjudaginn. Þá er bara úrslitaleikur og við mætum fullir sjálfstrausts. Við ætlum að ná upp sömu geðveikinni njóta þess að spila þann leik“ sagði Kristján Orri að skilnaði.Kristján Orri lét sitt ekki eftir liggja í varnarleiknum, hér býst hann til að stöða hraðaupphlaup Hauka
Gunnar: Þessi leikur var ákveðin upplifun Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var ótrúlega yfirvegaður þegar blaðamaður mbl.is spjallaði við hann í dag.Var þá leik Akureyrar og Hauka nýlokið þar sem norðanpiltar lögðu sjálfa Íslandsmeistarana nokkuð óvænt. Leikurinn var jafn og spennandi en heimamenn í Akureyri unnu að lokum 25:21. „Það er hundfúlt að tapa en þetta var brekka í dag. Ég get þó ekki verið annað en ánægður með mína menn. Þeir lögðu allt í leikinn og gáfust ekki upp hvað sem á gekk. Akureyringar voru bara klárir. Þeir eru með gott lið og hlutirnir gengu ekki hjá okkur að þessu sinni. Við vorum ekki að spila nógu vel og þegar við vorum manni færri þá vorum við ekki að spila rétt úr stöðunni og misstum aðeins hausinn. Svona leikir eru til að læra af og mínir menn koma til baka. Þetta var ákveðin reynsla sem á eftir að lifa með okkur lengi. Það má segja að þessi leikur hafi verið ákveðin upplifun,“ sagði Gunnar sposkur og var þá vafalaust að vísa í hluti sem við vildum ekki ræða neitt frekar. Og oddaleikurinn á þriðjudag? „Maður hefur alveg áhyggjur. Akureyrarliðið er gott og leikurinn verður eflaust hörkuleikur. Þetta er hreinn úrslitaleikur og sigurliðið fer áfram en hitt er úr leik. Við verðum klárir,“ sagði Gunnar.Gunnar Magnússon hugsi yfir því sem er að gerast inni á vellinum
Í umfjöllun RÚV um leikinn er einnig rætt við Sverre Andreas Jakobsson þjálfara Akureyrar svo og Gunnar Magnússon. Umfjöllunina og viðtölin má sjá með því að smella hér . Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook