Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Heimaleikur gegn ÍBV á sunnudaginn - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Leikir liðanna hafa verið ávísun á spennutrylli

18. nóvember 2016 - Akureyri handboltafélag skrifar

Heimaleikur gegn ÍBV á sunnudaginn

Áfram heldur handboltafjörið, nú er komið að meistaraflokki Akureyrar að berjast við Vestmannaeyinga sem mæta norður yfir heiðar á sunnudaginn. Ef allt fer sem áætlað er þá verður flautað til leiks klukkan 14:00 í KA heimilinu.

Akureyrarliðið hefur heldur betur tekið sig á í stigasöfnuninni í síðustu leikjum og hefur náð í fimm stig af sex sem í boði hafa verið í þrem síðustu leikjum og nú ætla strákarnir að halda áfram á sömu braut.

Liðin mættust í rosalegum leik í Vestmannaeyjum þann 18. september þar sem Eyjamenn voru ljónheppnir og fóru með eins marks sigur, 25-24 eftir hádramatískar lokasekúndur.

Í augnablikinu er ÍBV í 6. sæti deildarinnar með 11 stig á móti 7 stigum Akureyrar. ÍBV vann átta marka heimasigur á Fram í síðustu umferð, 37-29 en höfðu tapað næstu fjórum leikjum þar á undan.

Hornamaðurinn og skyttan Theodór Sigurbjörnsson hefur farið hamförum með Eyjaliðinu á tímabilinu, skorað 106 mörk í 11 leikjum eða tæplega 10 mörk að meðaltali í leik. Skyttan Sigurbergur Sveinsson, fyrrum Haukamaður kom til liðs við ÍBV í sumar eftir dvöl erlendis og er næst markahæstur með 69 mörk. Þeir Theodór og Sigurbergur skera sig nokkuð úr en næstir eru skyttan Agnar Smári Jónsson með 34, línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson með 29 og hornamaðurinn Grétar Þór Eyþórsson með 24.

Markvörðurinn snjalli, Stephan Nielsen lék með ÍBV fyrstu þrjár umferðirnar en fluttist síðan í atvinnumennsku í Frakklandi. Síðasti leikur hans með ÍBV var einmitt fyrrnefndur leikur gegn Akureyri. Aðalmarkvörður ÍBV er hinn gamalreyndi Kolbeinn Aron Ingibjargarson og með honum leikur ungur og bráðefnilegur piltur, Andri Ísak Sigfússon.

Ekki má gleyma Magnúsi Stefánssyni, fyrrum leikmanni Akureyrar sem hefur verið lykilmaður í liði ÍBV undanfarin ár.


Magnús í baráttu með Akureyri gegn ÍBV 3. maí árið 2008

Þjálfari Eyjamanna er líkt og áður Arnar Pétursson og honum til aðstoðar er Sigurður Bragason.

Liðin mættust þrisvar í fyrravetur og þar var sannkölluð háspenna, fyrstu tveim leikjunum lauk með jafntefli 21-21 í Eyjum, 25-25 hér fyrir norðan en ÍBV vann eins marks sigur, 26-27 í þriðja og síðasta leiknum.


Það er óhætt að segja að það hafi verið heitt í kolunum í leik liðanna í fyrra.

Það eru því allar líkur á að við fáum rafmagnaða spennu og dramatík á sunnudaginn, þetta er svo sannarlega leikur sem enginn má missa af. Eins og áður segir þá hefst leikurinn klukkan 14:00 og nú er um að gera að mæta í KA heimilið og styðja strákana til sigurs.

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson