Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Háspennujafntefli Akureyrar og ÍBV - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Kristján Orri er heldur betur kominn á flug, Tomas og Igor með flottan leik





20. nóvember 2016 - Akureyri handboltafélag skrifar

Háspennujafntefli Akureyrar og ÍBV

Það var gríðarleg spenna og stemmingin eftir því í KA heimilinu í dag þegar Akureyri og ÍBV mættust í Olís deild karla. Gestirnir byrjuðu betur í leiknum og náðu fjögurra marka forskoti 2-6 á fyrstu tíu mínútunum. Sóknarleikur heimamanna gekk brösuglega og mönnum mislagðar hendur við að koma boltanum á milli sín.

En hægt og bítandi tókst að vinna upp forskot Eyjamanna og eftir rúmar 25 mínútur jafnaði Kristján Orri leikinn í 11-11 þegar hann skoraði þrjú mörk í röð. Eyjamenn náðu forystunni aftur og leiddu 12-13 í hálfleik.

Kristján Orri og Karolis Stropus fóru fyrir sóknarleiknum í fyrri hálfleik en þeir tveir skoruðu tíu af tólf mörkum liðsins, Kristján Orri 6 og Stropus 4.


Karolis Stropus með flott mark, eitt af fimm í leiknum

Seinni hálfleikurinn var síðan samfellt taugastríð, Kristján Orri hélt áfram þar sem frá var horfið og með þrem mörkum kom hann Akureyri yfir í 15-14. Þar með var Akureyri komið með frumkvæðið í leiknum án þess þó að ná að hrista ÍBV af sér.

Úkraínski hornamaðurinn Igor Kopyshynskyi leysti Andra Snæ af í horninu en raunar var tvísýnt um að Andri gæti yfirleitt tekið þátt í leiknum. Igor kom þarna inn á í sínum fyrsta leik og sýndi að hann er frábær leikmaður, þrjú stórgóð mörk úr horninu.

Akureyri náði tveggja marka forskoti, 22-20 og aftur 23-21 en ÍBV náði í bæði skiptin að jafna leikinn. Lokaspretturinn tók á taugarnar, Igor skoraði 24. mark Akureyrar en Sigurbergur Sveinsson jafnaði. Karolis Stropus reyndi að gera út um leikinn með hörkuskoti sem því miður hafnaði í þverslánni þannig að ÍBV fékk boltann þegar 8 sekúndur voru eftir. ÍBV geystist í sókn og þeirra langbesti maður, Theodór Sigurbjörnsson kom skoti í markið en Tomas Olason innsiglaði frábæran leik sinn með því að verja skotið og jafntefli því niðurstaðan.


Tomas Olason með glæsivörslu frá Theodóri í hraðaupphlaupi

Mörk Akureyrar: Kristján Orri Jóhannsson 13 (3 úr vítum), Karolis Stropus 5, Igor Kopyshynskyi 3, Arnór Þorri Þorsteinsson 1, Garðar Már Jónsson 1 og Mindaugas Dumcius 1.
Í markinu átti Tomas Olason enn einn stórleikinn, varði 22 skot þar af 1 vítakast. Arnar Þór Fylkisson reyndi við eitt vítakast en gekk ekki að þessu sinni.

Mörk ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 12 (7 úr vítum), Sigurbergur Sveinsson 4, Ágúst Emil Grétarsson 2, Dagur Arnarsson 2, Elliði Snær Viðarsson 1, Grétar Þór Eyþórsson 1, Kári Kristján Kristjánsson og Magnús Stefánsson 1.
Í markinu stóð Kolbeinn Aron Ingibjargarson og varði 14 skot, Andri Ísak Sigfússon kom inná og varði vítakast.

Kristján Orri Jóhannsson átti hreinlega stórleik, skoraði 13 mörk úr 14 skotum. Skotið sem klikkaði var vítakast en hann náði sjálfur frákastinu og skoraði í kjölfarið.


Eitt af þrettán mörkum Kristjáns Orra í uppsiglingu

Tomas Olason var sömuleiðis með frábæran leik í dag og varði mikið af dauðafærum Eyjamanna. Karolis Stropus var frábær í fyrri hálfleiknum og hornamaðurinn Igor sýndi að hann kann sitthvað fyrir sér.

Hjá Eyjamönnum var Theodór Sigurbjörnsson allt í öllu, stal ótal boltum í vörninni sem skiluðu ódýrum hraðaupphlaupsmörkum.

Leikurinn var í beinni útsendingu á Akureyri TV, smelltu hér til að horfa á útsendinguna.

Næsti leikur Akureyrar er sunnudaginn 27. nóvember þegar liðið sækir topplið Aftureldingar heim.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson