Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Útileikur gegn Aftureldingu á laugardaginn - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Afturelding hefur verið á miklu flugi það sem af er

22. nóvember 2016 - Akureyri handboltafélag skrifar

Útileikur gegn Aftureldingu á laugardaginn

Akureyri heldur í Mosfellsbæinn á laugardaginn og mætir þar toppliði Aftureldingar í 13. umferð Olísdeildar karla. Leikurinn hafði verið settur á sunnudaginn en Mosfellingar óskuðu eftir að færa leikinn fram á laugardag og nú hefur það verið fastákveðið. Leiktíminn er raunar nokkuð óvanalegur eða klukkan 18:30.

Afturelding er sem áður segir á toppi deildarinnar með 18 stig eftir tólf leiki, þeir töpuðu má segja óvænt fyrir Selfyssingum í fyrsta leik deildarinnar en sneru í framhaldinu heldur betur við blaðinu og unnu næstu átta leikina. Sagan endurtók sig í upphafi annars hluta deildarinnar en þá tapaði Afturelding aftur fyrir Selfossi og máttu í kjölfarið sætta sig við stórtap, 17-35 gegn Haukum á heimavelli.
Afturelding rétti síðan úr kútnum í síðustu umferð með góðum tíu marka útisigri á Fram, 28-38.

Markahæstu menn liðsins í Olís deildinni eru Árni Bragi Eyjólfsson með 79 mörk, Birkir Benediktsson með 52, Elvar Ásgeirsson 38 og Mikk Pinnonen 35 mörk. Líkt og fleiri lið hefur Afturelding glímt við meiðsli lykilmanna, þannig hefur Mikk Pinnonen misst af síðustu fimm leikjum liðsins. Birkir Benediktsson meiddist í leiknum gegn Selfossi og missti fyrir vikið af tveim síðustu leikjum liðsins.


Árni Bragi Eyjólfsson með mark úr hraðaupphlaupi í leik liðanna í september

Liðin mættust hér á Akureyri 22. september og þar mátti Akureyri sætta sig við sex marka tap, 24-30 og þarf ekki að efast um að strákarnir ætla að kvitta fyrir þann leik. Við hvetjum alla norðanmenn sem verða í grennd við Mosfellsbæinn til að kíkja í Íþróttamiðstöðina á Varmá í Mosfellsbænum og styðja strákana í baráttunni á laugardagskvöldið.

Við vitum ekki hvort Mosfellingar muni sýna beint frá leiknum en ef ekki þá munum við gera allt hvað við getum til að sýna leikinn á Akureyri TV, líkt og við gerðum á útileikjunum gegn Fram og Gróttu. Það skýrist allt þegar nær dregur leikdegi og verður auglýst hér á síðunni.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson