Hafþór Vignisson var markahæstur með átta mörk
| | 27. nóvember 2016 - Akureyri handboltafélag skrifar2. flokkur: Tap á lokamínútunum gegn HK - MyndirStrákarnir í 2. flokki mættu HK í Íþróttahöllinni, þetta var fjórði leikur þeirra í 1. deildinni. Akureyri skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og höfðu frumkvæðið allan fyrri hálfleik. Munurinn varð þó aldrei meiri en þrjú mörk en strákarnir fengu ágæt tækifæri til að slíta sig betur frá HK en tókst ekki að nýta þau. Arnar Þór Fylkisson átti stórleik í markinu með 12 skot varin en hálfleiksstaðan var 16-14 fyrir Akureyri.
Akureyri hóf seinni hálfleikinn með þrem mörkum gegn einu og forystan orðin fjögur mörk, 19-15. Þar með hrökk allt í baklás, HK skoraði næstu fimm mörk og komnir með forystuna 19-20. Það var síðan allt í járnum í framhaldinu, jafnt á öllum tölum upp í 26-26 en á lokakaflanum gekk allt á afturfótunum hjá heimamönnum en HK skoraði þrjú síðustu mörk leiksins og sigruðu 26-29. Aron Tjörvi Gunnlaugsson með mark úr hraðaupphlaupi, Hafþór Vignisson fylgist með Mörk Akureyrar: Hafþór Vignisson 8, Heimir Pálsson 6 (5 úr vítum), Vignir Jóhannsson 4, Jóhann Einarsson 3, Jason Orri Geirsson 2, Kristján Garðarsson 2, og Aron Tjörvi Gunnlaugsson 1. Arnar Þór Fylkisson varði sextán skot, þar af 1 vítakast.
Mörk HK: Elías Sigurðsson 7, Bjarki Finnbogason 6, Ingólfur Ægisson 5, Kristófer Sigurðsson 4, Kristján Hjálmsson 3, Andrés Wolanzyk 2, Arnþór Ingason og Ársæll Guðjónsson 1 hvor.
Hannes Pétursson sendi okkur myndir frá leiknum og er hægt að skoða myndirnar með því að smella hér. Um næstu helgi halda strákarnir suður, leika gegn KR á föstudaginn og mæta Val á laugardaginn. |