Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Leikur dagsins: Akureyri - Selfoss - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Selfyssingar eru með magnað lið

1. desember 2016 - Akureyri handboltafélag skrifar

Leikur dagsins: Akureyri - Selfoss

Akureyri tekur á móti spútnikliði Selfyssinga í dag, fimmtudag. Selfoss er trúlega það lið sem hefur komið hvað mest á óvart í Olísdeildinni það sem af er, sitja í 4. sæti deildarinnar. Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að þjálfari Selfyssinga er enginn annar en Akureyringurinn Stefán Árnason en hann kom Selfoss liðinu einmitt upp í Olísdeildina síðastliðið vor.



Mæðginin Stefán og Hanna Rúna Jóhannsdóttir í góðum gír eftir sigurleik Akureyrar
2. október 2008

Selfyssingar hafa verið afar drjúgir í markaskorun það sem af er leiktíðar og hafa skorað næstflest mörk í deildinni, 404 talsins sem gerir að jafnaði rúmlega 31 mark í leik. Markahæstu menn liðsins eru þeir Elvar Örn Jónsson með 89 mörk og Einar Sverrisson með 79. Síðan koma Guðni Ingvarsson 48, Teitur Örn Einarsson 41 og Hergeir Grímsson með 40 mörk.

Á móti hafa Selfyssingar fengið á sig töluvert af mörkum eða 29,5 mörk að meðaltali í leik en einungis lið Fram fær á sig fleiri mörk, eða 30,8 að meðaltali. Í marki Selfyssinga er heimamaðurinn Helgi Hlynsson en til viðbótar hafa þeir fengið markverði frá Haukum. Fyrir tímabilið kom landsliðsmarkvörðinn Grétar Ari Guðjónsson í láni en nú hafa Haukar kallað hann til baka en í staðinn fengu Selfyssingar markvörðinn Einar Ólaf Vilmundarson frá Haukum.

Akureyri sótti Selfyssinga heim í fyrsta hluta Olísdeildarinnar og þar fór Akureyri með langþráðan sigur af hólmi, 29-32. Síðasti leikur Selfyssinga var heimaleikur gegn Fram og þar unnu þeir nokkuð öruggan sigur, 31-25 en þar á undan máttu þeir sætta sig við erfitt tíu marka tap gegn Haukum á útivelli. Þar á undan töpuðu þeir á heimavelli fyrir Valsmönnum með tveim mörkum en þar á undan unnu Selfyssingar sannfærandi heimasigra á Aftureldingu og ÍBV. Sem sagt við erum að fá hörkulið í heimsókn og ljóst að lið Stefáns Árnasonar mun berjast af fullum krafti.

Að sjálfsögðu er það sama uppi hjá heimamönnum sem hafa halað inn stig í síðustu fimm leikjum og þrátt fyrir að stöðugt fjölgi á meiðslalistanum mæta menn galvaskir í leikinn þannig að við lofum hörkuleik í KA heimilinu.

Það er orðið býsna langt síðan að Selfyssingar spiluðu hér fyrir norðan, síðast mættust liðin hér 11. nóvember 2011 og lauk þeim leik með fimm marka sigri Akureyrar, 34-29. Hér að neðan er skemmtileg myndasýning Þóris Tryggvasonar frá þeim leik.

Við verðum með beina útsendingu frá leiknum á Akureyri TV þannig að þeir sem ekki komast á völlinn geta fylgst með útsendingunni. Leikurinn hefst á hefðbundnum tíma, klukkan 19:00 og útsendingin nokkru áður.
Smelltu hér til að horfa á útsendinguna frá leiknum.

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson