Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
2. flokkur: Sigur á Valsmönnum í dag - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Arnar Þór Fylkisson stóð vaktina í markinu í dag

3. desember 2016 - Akureyri handboltafélag skrifar

2. flokkur: Sigur á Valsmönnum í dag

Það er heldur betur kraftur í strákunum í 2. flokki, þeir mættu í Valsheimilið í dag þar sem biðu þeirra heimamenn sem voru ósigraðir í deildinni. Akureyrarliðið, sem er frekar fáliðað í þessari ferð hitaði upp í gærkvöldi með góðum sigri á KR og komu strákarnir fullir sjálfstrausts í leikinn.

Allt var í járnum í fyrri hálfleik en Akureyri leiddi með einu marki að honum loknum, 13-14. En líkt og í gær gáfu þeir allt í seinni hálfleikinn og uppskáru gríðarlega mikilvægan fjögurra marka sigur, 28-32.

Mörk Akureyrar: Heimir Pálsson 11, Sigþór Gunnar Jónsson 8, Daði Jónsson 7, Jóhann Einarsson 4 og Jason Orri Geirsson 2.
Í markinu stóð Arnar Þór Fylkisson en aðrir sem komu við sögu í leiknum í dag voru Aron Tjörvi Gunnlaugsson, Elvar Reykjalín og Finnur Geirsson.

Staðan í 1. deild annars flokks er frekar flókin þar sem liðin hafa leikið mismarga leiki. Hér er hægt að skoða stöðuna og úrslit allra leikja í deildinni. Þegar þetta er skrifað er raunar ekki búið að skrá úrslitin í leik Akureyrar og Vals. En Akureyri er komið með 8 stig eftir sex leiki.

Á morgun, sunnudag er á dagskrá leikur í Coca Cola bikar karla þar sem Ungmennalið Akureyrar mætir meistaraflokki Vals. Viðbúið er að strákarnir í 2. flokki Akureyrar muni leika stórt hlutverk í Ungmennaliðinu í þeim leik.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson