Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Andri Snær Stefánsson var öflugur í dag16. febrúar 2017 - Akureyri handboltafélag skrifarTap gegn Gróttu í kaflaskiptum leik Það var heldur betur stál í stál í upphafi leiks Gróttu og Akureyrar í gærkvöldi enda mikið í húfi fyrir bæði lið. Jafnt var á öllum tölum upp í 5-5 þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna. Í kjölfarið seig Grótta framúr og náði þriggja marka forystu 11-8 þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. En Akureyrarliðið stóð fyrir sínu, skellti í lás og jafnaði í 11-11 með marki Andra Snæs Stefánssonar á lokasekúndu hálfleiksins.Gangur fyrri hálfleiksins
Töluvert var um sóknarmistök hjá Akureyrarliðinu auk þess sem Lárus Gunnarsson varði eins og berserkur í marki Gróttu. Því miður þá var markvarslan slök hjá okkar mönnum, Tomas byrjaði í markinu en fann sig engan vegin þannig að Arnar Þór Fylkisson kom inn á eftir rúmlega sextán mínútna leik í stöðunni 7-5. Arnar tók þrjá góða bolta fram að hálfleik og það var allt og sumt okkar megin. Þessi góði lokasprettur Akureyrar gaf góð fyrirheit fyrir seinni hálfleikinn en það fór því miður allt á annan veg. Grótta skoraði fyrstu fjögur mörk hálfleiksins og vann raunar fyrstu tíu mínútur hans 7-2 og útlitið ekki bjart. Það var svo ekki til að bæta úr skák að Róbert Sigurðarson fékk stuttu síðar beint rautt spjald sem var afar umdeilanlegur dómur.Róbert Sigurðarson í baráttu við Gróttumanninn Þráinn Orra Jónsson. Mynd: mbl.is/Eggert Jóhannesson
Grótta hélt þessum fimm marka mun næstu tólf mínúturnar en þá kom góður kafli hjá Akureyri sem lagaði stöðuna úr 23-18 í 23-21 þegar fimm mínútur voru til leiksloka og allt mögulegt. En allt kom fyrir ekki Akureyri fékk nokkur upplögð færi til að minnka muninn enn frekar en það gekk ekki og tveggja marka sigur Gróttu staðreynd, 25-23. Stóri munurinn á liðunum í dag var markvarslan, hún lagaðist lítið í seinni hálfleiknum, Arnar Þór varði reyndar vítakast og eitt skot að auki. Tomas kom aftur í markið og náði að stöðva þrjú skot. Samtals átta varin skot á móti átján vörðum skotum Lárusar í Gróttumarkinu. Við sýndum leikinn beint á Akureyri TV og þar verður til tímalína sem sýnir býsna myndrænt hvernig leikurinn þróaðist. Hér má sjá hvernig seig á ógæfuhliðina í upphafi seinni hálfleiks og hvernig gekk að vinna það til baka .Gangur seinni hálfleiksins
Mörk Akureyrar: Kristján Orri Jóhannsson 6 (2 úr vítum), Andri Snær Stefánsson 5, Mindaugas Dumcius 5, Bergvin Þór Gíslason 4, Arnór Þorri Þorsteinsson 2 og Arnþór Gylfi Finnsson 1 mark. Eins og áður segir þá varði Arnar Þór Fylkisson 5 skot (1 vítakast) og Tomas Olason 3 skot.Mörk Gróttu: Júlíus Þórir Stefánsson 6, Aron Dagur Pálsson 5 (2 úr vítum), Finnur Ingi Stefánsson 4, Elvar Friðriksson 3, Leonharð Þorgeir Harðarson 3, Nökkvi Dan Elliðason 2 og Þráinn Orri Jónsson 2. Í markinu varði Lárus Gunnarsson 18 skot. Nú verður aftur hlé á deildarkeppninni vegna úrslita Coca Cola bikarsins en næsti leikur Akureyrar er heimaleikur gegn Aftureldingu þann 3. mars. Þar verður væntanlega ekkert gefið eftir. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook