Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Erfiðar lokamínútur gegn Aftureldingu - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




Ljósmyndir frá leiknum     Myndband frá leiknum      Tölfræði leiksins 
    Akureyri - Afturelding  24-30 (11-12)
Olís deild karla
KA heimilið
Fim. 22. sep. 2016 klukkan: 19:00
Dómarar: Bjarki Bóasson og Svavar Ólafur Pétursson
Umfjöllun

Kristján Orri besti leikmaður Akureyrar

23. september 2016 - Akureyri handboltafélag skrifar

Erfiðar lokamínútur gegn Aftureldingu

Leikur Akureyrar og Aftureldingar stóð svo sannarlega undir væntingum sem háspennuleikur lengi framan af. Jafnt var á nánast öllum tölum í fyrri hálfleik en Mikk Pekkonen tryggði Mosfellingum eins marks forystu í hálfleik 11-12 með síðasta marki fyrri hálfleiksins.

Friðrik Svavarsson jafnaði leikinn í 12-12 strax í fyrstu sókn seinni hálfleiksins og sama jafnræðið hélst áfram. Akureyri náði frumkvæðinu í leiknum og héldu því upp í 15-14 og enn 20 mínútur eftir af leiknum.
Þá var komið að erfiðum kafla hjá Akureyringum líkt og í fyrri leikjum, Mosfellingar skoruðu sex mörk í röð og staðan skyndilega orðin 15-20. Sóknarleikur Akureyrar var í mesta basli og Mosfellingar bættu í forskotið sem varð mest níu mörk 19-28.
Akureyri náði að klóra örlítið í bakkann á lokamínútunum en lokatölur sex marka tap 24-30.

Tomas Olason markvörður Akureyrar meiddist í síðasta leik þannig að það kom í hlut ungliðanna, Bernharðs Antons Jónssonar og Arnars Þórs Fylkissonar að standa á milli stanganna. Líkt og flestir leikmenn liðsins hefðu þeir trúlega kosið að skila meiru en þeir stríddu Mosfellingum í vítaköstunum Þar sem Bernharð varði tvö og Arnar eitt.


Markverðirnir Arnar Þór og Bernharð Anton spá í spilin

Mörk Akureyrar: Kristján Orri Jóhannsson 6, Karolis Stropus 5, Mindaugas Dumcius 4, Sigþór Árni Heimisson 3, Andri Snær Stefánsson 2 (1 úr víti), Brynjar Hólm Grétarsson 2 og Friðrik Svavarsson 2.
Í markinu varði Bernharð Anton Jónsson 6 skot (2 víti) og Arnar Þór Fylkisson 2 (1 víti).

Mörk Aftureldingar: Mikk Pinnonen 8, Árni Bragi Eyjólfsson 4, Kristinn Hrannar Elísberg Bjarkason 4, Birkir Benediktsson 4, Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson 3, Elvar Ásgeirsson 3, Jón Heiðar Gunnarsson 2 og Guðni Már Kristinsson 2.
Í markinu varði Davíð Hlíðdal Svansson 9 skot, þar af 1 vítakast og Sölvi Ólafsson varði 1 skot.

Svekkjandi lokamínútur að þessu sinni en ljósi punkturinn var að Kristján Orri Jóhannsson náði sér vel á strik í hægra horninu og nýtti færin sín vel. Kristján Orri var valinn maður Akureyrarliðsins og Mikk Pekkonen maður Aftureldingar og fengu þeir matarkörfurnar í leikslok.


Kritján Orri fer inn úr hægra horninu

Næsti leikur Akureyrar er útileikur gegn nýliðum Selfyssinga 1. október.

Tengdar fréttir

Akureyri TV sýnir leikinn

22. september 2016 - Akureyri handboltafélag skrifar

Leikur dagsins: Í beinni útsendingu á heimasíðunni

Það er runninn upp leikdagur þar sem Akureyri tekur á móti Aftureldingu í Olís deild karla. Við hér á heimasíðunni höfum sett okkur það markmið að sýna alla heimaleiki Akureyrar í beinni útsendingu. Leikurinn hefst klukkan 19:00 í kvöld og áætlum við að útsendingin hefjist rétt fyrir þann tíma eða um klukkan 18:45.

Smelltu hér til að horfa á útsendinguna

HSÍ mælist til þess við öll liðin í Olís-deildinni að sýna beint frá sínum heimaleikjum og treystum við því að við fáum samsvarandi útsendingar annarra liða frá útileikjum Akureyrar á komandi tímabili.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að fjölmenna í KA Heimilið í kvöld og skapa rafmagnaða stemmingu í húsinu!




Mosfellingar eru engin lömb að leika við

21. september 2016 - Akureyri handboltafélag skrifar

Heimaleikur gegn Aftureldingu á fimmtudaginn

Það er stutt á milli leikja í Olís-deildinni þessa dagana og á morgun, fimmtudag er komið að heimaleik gegn Aftureldingu úr Mosfellsbænum. Enginn velkist í vafa um að þar verður hart tekist á, Akureyri búið að leika þrjá hörkuleiki án þess að ná stigi út úr þeim. Mosfellingar eru komnir með fjögur stig í hús, töpuðu illa fyrir Selfyssingum í fyrstu umferð en knúðu fram magnaðan eins marks sigur á Haukum í annarri umferð. Á mánudaginn lögðu þeir síðan Fram að velli.

Liðin mættust tvisvar hér fyrir norðan á síðasta tímabili. Akureyri vann góðan fimm marka sigur í fyrri leiknum og klæjar örugglega í fingurna að endurtaka leikinn á morgun, við getum allavega lofað hörkuleik í KA heimilinu á fimmtudaginn.


Þrándur Gíslason í leik liðanna í fyrra, hann hefur nú lagt keppnisskóna á hilluna

Akureyri-TV
HSÍ sendir öllum liðum Olís-deildarinnar tilmæli um að sýna heimaleiki sína á netinu. Við brugðumst við og sýndum síðasta leik í beinni og stefnum á að það verði regla hjá okkur á tímabilinu. Nánari upplýsingar um útsendinguna verða hér á heimasíðunni á leikdegi.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 í KA heimilinu en það er upplagt að mæta tímanlega á staðinn því fyrir leikinn verður hægt að ganga frá kaupum á ársmiðum (silfurkortum) og gullkortum fyrir tímabilið.
Athugaðu að HSÍ breytti nýlega tímasetningu allra heimaleikja Akureyrar á fimmtudögum og munu þeir hér eftir hefjast klukkan 19:00 en ekki 19:30 eins og stendur á kortunum.

Við vonumst til að sjá þig á leiknum á fimmtudaginn!
Leikmenn og stjórn Akureyrar Handboltafélags.


Til baka    Senda á Facebook

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson