Höddi og Rúnar sitja saman og horfa á seinni leik KA og Þórs á síðasta tímabili en þeir fengu báðir rautt spjald í leiknum
| | 1. ágúst 2006 - ÁS skrifar
Akureyri hefur verið að æfa í rúma vikuMeistaraflokkur karla hjá hinu væntanlega liði, Akureyri Handboltafélag, hefur verið að æfa í rétt rúma viku. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari, hefur stjórnað mönnum í allskonar æfingum. Mikið hefur verið um hlaup og þess háttar æfingar enda þurfa menn að vera í formi þegar tímabilið byrjar en leikin verður þreföld umferð í ár og verða deildarleikirnir því 21.
Um leið og nýja liðið er orðið 100% klárt þá munu birtast myndir af æfingum og viðtöl við menn sem tengjast liðinu á væntanlegri heimasíðu Akureyrar Handboltafélags. Við hvetjum því fólk til að fylgjast vel með gangi mála en næsta tímabil verður virkilega áhugavert og hið nýja lið mun þurfa allan stuðning sem í boði er. |