Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Rúnar segir Akureyri eiga að spila um stóra hluti strax á næsta ári

2. ágúst 2006 - SÁ skrifar 

Rúnar: Strax á næsta ári á liðið að spila um eitthvað

Rúnar Sigtryggsson og Sævar Árnason munu fá það krefjandi verkefni að þjálfa Akureyri Handboltafélag á komandi leiktíð. Heimasíðan talaði við Rúnar og spurði hann úti í hvernig honum litist á þetta verkefni. Rúnar sagði meðal annars að markmið liðsins væri að keppa um titla á komandi árum en fer varkárlega í komandi tímabil.

SÁ: Jæja Rúnar, þá er það Akureyri Handboltafélag. Hvernig líst þér á það?
Rúnar: Mér líst vel á það verkefni. Ég lít á þetta sem gott tækifæri. Það munu skapast heilmörg vandamál við þetta en mér finnst að menn eigi fyrst og fremst að horfa á tækifærin sem eru að skapast við þetta. Ekki að horfa bara á gallana eins og hefur verið gert svolítið mikið af í umræðunni.

SÁ: Þú ert ráðinn þjálfari liðsins, hvernig leggst það verkefni í þig?
Rúnar: Bara vel. Þetta er stór hópur og mjög efnilegir strákar þarna.

SÁ: Hvernig heldur þú að leikmenn liðsins munu taka því að spila allt í einu sem samherjar nú eftir að hafa verið erkifjendur í mörg ár?
Rúnar: Það verður bara að koma í ljós. Þeir sem að taka því illa hafa náttúrulega ekkert hingað að gera og þá kemur bara maður í manns stað. Það eru yfir 20 manns að æfa núna og ég sé engin vandamál.

SÁ: Nú þegar æfingarnar eru að byrja, hvernig standi eru leikmenn í?
Rúnar: Þeir eru í misjöfnu. Ég er ánægður með flesta leikmenn myndi ég segja miðað við fyrstu æfingarnar.

SÁ: Nú sameinast tvö lið í eitt. Hvernig finnst þér liðið mannað miðað við önnur lið í deildinni?
Rúnar: Hvað getur maður sagt? Liðið er miðlungs lið eins og er í fyrstu deild en það er mjög stutt upp og mjög stutt niður í þessu móti. Ef við hugsum svo um að það fellur 1/4 af deildinni þá má ekkert út af bera.

SÁ: Hvaða kröfur finnst þér mega gera á liðið svona til að byrja með?
Rúnar: Til að byrja með að halda sætinu í deildinni, það er alla vega fyrsta krafa. Svo verður að sjá til hvernig úr þessu spilast.

SÁ: Þegar farið er í eins mikla framkvæmd og að sameina KA og Þór þá hlýtur það að vera markmið að verða eitt af stærri liðum á landinu á komandi árum?
Rúnar: Jú, ég myndi segja strax á næsta ári þá á þetta lið að spila um eitthvað, vera virkilega tekið alvarlega í toppbaráttunni og vinna eitthvað. Það hlýtur að vera markmiðið með þessu því annars væru menn ekki að þessu.

Við þökkum Rúnari innilega fyrir spjallið.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson