Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Ragnar í leik gegn HK síðastliðið tímabil
Myndina tók að venju Þórir Tryggvason

15. ágúst 2006 - SÁ skrifar 

Ragnar Snær í HK (Með viðtali)

Ragnar Snær Njálsson, leikmaður KA á síðasta tímabili, skrifaði núna á líðandi augnablikum undir 2 ára samning HK. Ragnar, eins og hann segir í viðtali hér að neðan, er á leið í skóla í Reykjavík og kveður Akureyri eftir að hafa verið hér alla sína tíð. Ragnar hefur i gegnum tíðina verið í unglingalandsliðum Íslands og spilað þar aðallega vörn. Hann skoraði 62 mörk í 23 deildarleikjum fyrir KA í fyrra.

Við slógum á þráðinn til Ragga og spurðum hann aðeins út í þessi skipti en Ragnar sagði meðal annars að HK væri lið sem ætti að taka alvarlega á komandi tímabili.

SÁ: Hvað er orsök þess að þú sért að fara suður?
Ragnar: Hún er náttúrulega aðallega sú að ég er að fara í skóla fyrir sunnan, í nám sem ég tel mig ekki geta lært almennilega hér á Akureyri. Ég er búinn að skoða skólamálin virkilega vel og hentar námið sem boðið er upp á hér á Akureyri mér ekki nógu vel. Þó svo að maður ætli sér stóra hluti í íþróttinni þá finnst mér líka geysilega mikilvægt að mennta sig og fara í nám sem hentar manni vel.

SÁ: Nú yfirgefur þú KA eftir að hafa verið þarna alla þín tíð, hvernig er að fara frá Akureyri?
Ragnar: Ég get eiginlega ekki líst því hvað það er erfitt. Ég þekki ekkert annað en gult og blátt og er það ótrúlega skrítin tilhugsun að spila ekki fyrir KA (Akureyri) á næsta tímabili. Ég sé þetta samt fyrir mér sem nýja áskorun sem ég ætla að standast. KA er frábær klúbbur sem hefur reynst mér gríðarlega vel í gegnum árin og er verið að vinna frábært starf hér fyrir norðan. Hér er frábært umhverfi og gott andrúmsloft og allir reiðubúnir til þess að leggja hönd á plóg fyrir félagið. Hér er gott að vera og fullyrði ég það að ég hef ekki spilað minn síðasta leik fyrir uppeldisfélagið.

SÁ: Hvernig líst þér á nýtt félag?
Ragnar: Mér líst mjög vel á HK og tel ég það var besta kostinn af öllum þeim sem ég hafði. Mikil og góð uppbygging hefur átt sér stað í Kópavoginum og eru þeir með topp þjálfarateymi og flottan hóp. Mikill metnaður og vilji til þess að sigra einkennir klúbbinn og er það eitthvað sem ég tel mjög mikilvægt og algjör forsenda þess að ná árangri í íþróttum.

SÁ: Hvers ætlast þú til af HK næsta vetur?
Ragnar: Ég er náttúrulega í þessu til þess að vinna og eins og allir sannir KA-menn þá hata ég að tapa. HK er með gríðarlega sterkan og breiðan hóp og takist okkur að stilla saman strengi í liðinu og sýna mikla baráttugleði þá sætti ég mig persónulega ekki við neitt annað en stóra hluti. HK er lið sem að ég held að allir ættu að taka mjög alvarlega á næsta tímabili.

Ragnar endaði svo með þessum orðum: Að lokum vil ég þakka öllum KA-mönnum fyrir síðastliðin ár. Þau hafa verið hreint út sagt frábær. Mikil samheldni og leikgleði hefur einkennt liðið í gegnum árin og er vonandi að það haldi áfram um ókomin ár. Með sameiningu KA og Þórs er að mínu mati hægt að framkvæma ógleymanlega hluti og óska ég Akureyri óbilandi velgengni næstu árin. Akureyri er lið sem á heima í fremstu röð.

Heimasíðan þakkar Ragga fyrir spjallið og árin hjá KA. Jafnframt óskum við honum góðs gengis hjá nýju liði.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson