Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Alfreð Gíslason byrjar með látum með Gummersbach

31. ágúst 2006 - ÁS skrifar 

Gummersbach byrjar með tveimur sigrum

Hin þýska Bundesliga er hafin með krafti og eru tvær umferðir búnar. Gummersbach hefur spilað agaðan bolta og hefur það skilað sigrum í báðum leikjum liðsins. Meistarar Kiel misstu heimaleik sinn gegn Großwallstadt niður í jafntefli, en í liði Großwallstadt leika Einar Hólmgeirsson og Alexander Petersson. Kiel vann svo bikarmeistara Hamburg með átta mörkum í Hamburg í næsta leik.

Fyrsti leikur Gummersbach í deildinni undir stjórn Alfreðs Gíslasonar var í Gummersbach í Eugen-Haas-Halle gegn liði Eintracht Hildesheim. Leikurinn var frekar jafn en í hálfleik var staðan 17-17. Í seinni hálfleik náði Gummersbach að halda sig í góðri fjarlægð frá liði Hildesheim og lokatölur leiksins voru 35-32. Guðjón Valur skoraði 9 mörk í leiknum og Róbert Gunnarsson 3 mörk, en Róbert fékk rautt á lokasekúndunum fyrir að fá sína þriðju brottvísun.

Þá lék Gummersbach í gær á útivelli gegn liði Wilhelmshavener HV, en Gylfi Gylfason leikur þar. Gummersbach leiddi leikinn nánast allan tímann og var sigurinn í raun aldrei í stórhættu þó að aldrei hafi munað miklu á liðunum. Hálfleikstölur voru 18-15 fyrir Gummersbach og í seinni hálfleik hélst sá munur en lokatölur voru þó 37-35 fyrir Gummersbach. Góður útisigur hjá Gummersbach en öll stig í deildinni eru gríðarlega mikilvæg. Róbert skoraði 6 mörk í leiknum og Guðjón Valur 5.

Í næstu umferð taka leikmenn Gummersbach á móti fyrrum lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Magdeburg og verður að sjálfsögðu leikið í stærstu höll Þýskalands, Köln Arena en hún tekur um 20.000 manns.

Staðan á toppnum í deildinni eftir tvær umferðir er svona:
1. Göppingen 4. stig
2. Flensburg 4. stig
3. Lemgo 4. stig
4. Magdeburg 4. stig
5. Gummersbach 4. stig
6. Kiel 3. stig

Íslendingar eru að byrja mótið mjög vel en Viggó Sigurðsson fyrrum landsliðsþjálfari Íslands þjálfar Flensburg, Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson spila með Lemgo og svo eru auðvitað Guðjón Valur, Róbert Gunnarsson, Sverre Andreas Jakobsson og Alfreð Gíslason með Gummersbach.

Neðri deildirnar hefjast svo 9. september, og munu Halldór Jóhann Sigfússon, Einar Logi Friðjónsson, Heiðmar Felixsson, Andrias Stelmokas og fleiri spila þá.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson