Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Rúnar stjórnaði frábærri vörn í dag

8. október 2006 - SÁ skrifar 

Rúnar: Ánægðastur með Sveinbjörn og Ásbjörn

Heimasíðan talaði við Rúnar Sigtryggsson þjálfara Akureyrar eftir leikinn í dag en hann var ansi sáttur. Rúnar spilaði sjálfur vörnin mikinn hluta leiksins og stjórnaði henni eins og sannur foringi. Ótrúlegt var að sjá þá fjóra fyrir miðju hennar en með þessum fyrstu tveimur leikjum má segja að Akureyri sé að gefa skýr skilaboð til annarra liða með varnarleiknum.

SÁ: Hvernig fannst þér fyrir heimaleikurinn hérna á Akureyri?
Rúnar: Hann var fínn. Ég er ánægður með mætinguna á fólkinu og bara hvernig leikmenn mættu stemmdir í leikinn. Mér fannst það mjög gott en ég hefði viljað sjá sóknarleikinn ganga betur. Menn eru ekki að ná nógu vel saman miðað við það sem við höfum gert.

SÁ: Munar það ekki að hafa svona góða mætingu áhorfanda?
Rúnar: Það munar alveg gífurlega og ef þetta heldur svona áfram þá töpum við ekki leik hérna á heimavelli, bara út af fólkinu. Strákarnir motiverast af þessu og leggja sig allan fram. Það er greinilegt að þeim líður mjög vel þegar þeir finna fyrir svona miklum stuðningi.

SÁ: Hvað varstu ánægðastur með hjá liðinu í dag?
Rúnar: Ég var ánægðastur með Sveinbjörn í markinu og innkomuna hjá Ásbirni. Tveir 18 ára strákar sem er verið að henda út í djúpu laugina og þeir standa fyrir sínu.

SÁ: Vörnin, hvað viltu segja um hana?
Rúnar: Hún á bara að vera svona. Ég er ánægður með hana en hún á bara að spila svona.

SÁ: Ef að við náum að spila svona þá verður ansi erfitt að vinna Akureyri í vetur, ekki satt?
Rúnar: Það á að vera það jú en þetta helst allt í hendur, sókn og vörn, og ég álýt að við séum á réttri leið en það er ennþá langt í land.

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson