Hverjir verða mótherjar Akureyrar í 16-liða úrslitum SS-Bikarsins?
| | 27. október 2006 - ÁS skrifar
SS-Bikar karla: Dregið á miðvikudaginnMiðvikudaginn 1. nóvember verður dregið í 16-liða úrslitum SS-Bikars karla. Lið Akureyrar Handboltafélags verður að sjálfsögðu í pottinum. Nú kemst ekkert lið sjálfkrafa áfram, en Íslandsmeistarar Fram komust sjálfkrafa áfram í gegnum 32-liða úrslitin.
Af þeim 16 liðum sem enn eru í bikarnum eru 7 í DHL-Deild karla. Það eru: Akureyri, Fram, Fylkir, Haukar, ÍR, Stjarnan og Valur.
Tvö lið eru úr 1. deild karla en það eru Höttur og ÍBV.
Restin af liðunum leika annaðhvort í utandeildinni eða bara í bikarkeppninni en það eru: FH 2, Haukar U, ÍR 2, Leiknir 2, Stjarnan 2 og Þróttur Vogum.
Heimasíðan mun fylgjast grannt með hvernig drátturinn verður en SS-Bikarinn er gríðarlega stór keppni eins og allir handboltaunnendur vita og það skiptir miklu máli að ná langt í bikarkeppninni.
Drátturinn verður í hádeginu 1. nóvember.
Leikirnir í 16-liða úrslitum SS-Bikarsins verða svo væntanlega spilaðir miðvikudaginn 15. nóvember.
Tengd frétt: Mætir Akureyri Hetti? |