Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Endurkoma Bjarts Mána



15. nóvember 2006 - ÁS skrifar 

Bjartur Máni: Mjög gaman að snúa aftur í KA-Heimilið

Á morgun (fimmtudag) tekur Akureyri Handboltafélag á móti stórliði ÍR2 í 16-liða úrslitum Bikarkeppninnar. Í liði ÍR2 er hinn öflugi leikmaður Bjartur Máni Sigurðsson sem lék með KA 2003-2006. Bjartur hefur verið að leika óaðfinnanlega með ÍR2 í Bikarnum og í Utandeildinni og ákvað heimasíðan að fá kappann í viðtal.

ÁS: Jæja Bjartur Máni, nú ert þú að koma aftur í KA-Heimilið. Hvernig leggst það í þig?
Bjartur: Það er mjög gaman að snúa aftur í KA-heimilið enda kann ég vel við að spila þar. Þar hef ég spilað marga góða leiki og unnið með mörgum af bestu handboltamönnum landsins eins og Þorvaldi Þorvaldssyni, Arnóri Atlasyni, Jonna Magg, Andreusi Stelmokas, Andra Snæ Stefánssyni og Hreiðari Guðmundssyni.

ÁS: Það eru einhverjar stjörnur í liðinu ykkar, hverjar eru þær?
Bjartur: Þar má nefna Finn Jóhannsson, Magnús Má Þórðarson, Óla Gylfa, Þorkel Guðbrandsson, Hrafn Margeirsson, Andra Úlfarsson, Fúsa, Erlend Stefánsson, Jóhann Ásgeirsson (stóri bróðir Stulla), Róbert Rafnsson, Sævar Ríkharðsson, Frosta Guðlaugsson og Bjart Mána Sigurðsson. Það eru um það bil 400 leikir í efstudeild að meðaltali á mann, ég dreg meðaltalið aðeins niður.

ÁS: Þið sláið út Víking/Fjölni og svo eruð þið með fullt hús í Utandeildinni, þið mætið væntanlega fullir sjálfstrausts í leikinn?
Bjartur: Það er rétt að okkur hefur gengið vel undanfarið en við erum að sjálfsögðu litla liðið í þessum bikarslag sem sést best á því að við urðum að selja leikinn norður. Þetta var reynslusigur á móti ungum og efnilegum Víkingum/Fjölnismönnum. Það vantar hinsvegar ekki reynslu í lið Akureyrar sem segir mér að leikurinn gegn þeim verði erfiðari en á móti Víking/Fjölni. Ég segi ekki að við séum að rifna úr sjálfstrausti fyrir þennan leik.

ÁS: Nú hefur þú verið að skora grimmt fyrir ÍR2, ertu í fínu formi um þessar mundir?
Bjartur: Já, boltinn hefur verið að fara inn í markið þegar ég kasta í áttina að því. Það er mjög ánægjulegt enda eitt af meginmarkmiðum leiksins, að skora mörg mörk og sjá til þess að andstæðingarnir skori færri.

Nei, ég get ekki sagt að ég sé í góðu formi. Ég hef sama og ekkert æft síðan ég sagði skilið við KA, smá fótbolti í sumar kannski en ekki mikið. Við æfum einu sinni í viku í ÍR2 (fótbolti) ef er leikur í utandeildinni þá er hann spilaður í æfingatímanum klukkan 22:00 á þriðjudögum í Seljaskóla (fyrir þá sem hafa áhuga).

ÁS: Nú sameinuðust KA og Þór eftir að þú ferð frá KA, hvernig lýst þér á sameininguna?
Bjartur: Ég held að ég eigi aldrei eftir að venjast því að sjá Valda í ÍR búningi, þó að ég vildi hafa hann í ÍR með mér. Það er vonandi að sameiningin verði til þess að DOLLAN fari norður, væntanlega hafa menn úr meiru að moða núna. Það er söknuður af grannaslagnum enda tapaði ég varla fyrir Þór.

ÁS: Hvernig spáir þú leiknum?
Bjartur: Ég spái 10 - 15 marka sigri Akureyringa, það var grís að vinna Víking/Fjölni. Það kemur ekki fyrir á Akureyri, þar eru menn með reynslu til að klára svona leiki. Ég veit að það getur verið erfitt að ná upp stemningu en ég held að það skipti ekki máli, þeir eru einfaldlega miklu betri en við og taka þetta frekar létt. Annað kæmi mér verulega á óvart.

Við þökkum Bjarti kærlega fyrir viðtalið og bendum öllum á að mæta í KA-Heimilið á morgun klukkan 18:30 til að sjá endurkomu Bjarts Mána í KA-Heimilið.

Tengd frétt:
2 dagar í leik: Hvar stendur ÍR2?
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson