Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Stórleikur gegn FH í Síðuskóla kl. 18:00

5. nóvember 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar

Geir ánægður – Stórleikur strax á morgun

Geir Kristinn Aðalsteinsson, þjálfari 2. flokks Akureyrar, var himinlifandi með sína menn í tveimur fyrstu leikjum Íslandsmótsins sem fram fóru um helgina. Strákarnir burstuðu bæði HK og ÍR fyrir sunnan, en annað kvöld fá þeir mjög sterkt lið FH í heimsókn í bikarkeppninni. Sá leikur fer fram í íþróttahúsi Síðuskóla.

Akureyri lék án strákanna sem spila með meistaraflokki, Ásbjörns Friðrikssonar, Heiðars Þórs Aðalsteinssonar og Sveinbjörns Péturssonar, en Geir segir sömu sögu af liðum HK og ÍR. "Þar vantaði einnig einhverja stráka sem eru að spila með meistaraflokkunum. Það má því segja að jafnt hafi verið á komið með liðunum hvað þetta varðar og því sterkt að vinna svo sannfærandi sigra. Ég myndi segja að þetta undirstrikaði hversu góða breidd við erum með í hópnum enda spiluðum við á öllum 14 leikmönnunum. Við erum þó með báða fætur á jörðinni og vitum að við þurfum að leggja mjög hart að okkur ef við ætlum okkur að komast í 8 liða úrslitin," sagði Geir í samtali við heimasíðuna í morgun.

Spurður um það hverjir hefðu staðið sig best í leikjum helgarinnar, svaraði þjálfarinn: "Það væri hreinlega ekki sanngjarnt að nefna nöfn varðandi það hverjir voru að spila best. Þetta voru sigrar öflugrar liðsheildar en samheldnin og stemningin í þessum hóp er til fyrirmyndar. Ég myndi segja að það sem færði okkur þessi fjögur stig var frábær varnarleikur og öflug markvarsla hjá markvörðunum okkar þremur. Markaskorunin dreifðist einnig vel yfir hópinn og það sýnir að við erum lið en ekki aðeins einstaklinga."

Geir segir enn of snemmt að segja til um hvert raunhæft markmið er fyrir veturinn en bætir við: "Hópurinn hefur sett sér ákveðin markmið sem við stefnum ótrauðir á að ná og þessi fjögur stig eru kærkomin í að nálgast þau markmið. Við eigum hins vegar gríðarlega erfiðan leik fyrir höndum á morgun gegn FH í 16 liða úrslitum bikarsins en sá leikur fer fram í Síðuskóla þar sem að KA heimilið er upptekið. Það verður mikill prófsteinn á liðið enda FH með eitt öflugasta lið landsins."

FH varð Íslandsmeistari í 3. flokki síðastliðið vor og eftir því sem næst verður komist eru flestir strákarnir í því liði komnir upp í 2. flokk núna. Leikurinn byrjar kl. 18.00 á morgun og hvetur heimasíðan alla áhugamenn til þess að mæta og hvetja strákana til dáða. Búast má við því að færri komist að en vilja – og því eins gott að mæta tímanlega!
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson