Emelía átti fínan leik í markinu
| | 19. nóvember 2007 - BHB skrifarAkureyri-Valur mfl. kvenna: umfjöllunLeikurinn fór mjög vel af stað fyrir okkar stelpur og fyrri hálfleikurinn var bráðskemmtilegur á að horfa. Stelpurnar sýndu góða baráttu og góða vörn, eftir 14 mín var enn 2-2. Okkar stelpur höfðu yfirhöndina á tíma í fyrri hálfleiknum, 3-2, 4-2, 4-3, 5-3, 5-4 og á 19. mín var staðan jöfn 5-5. Þá fóru Valsstúlkur í gang og staðan í hálfleik var 10-7 fyrir Val.
Seinni hálfleikur var ekki líkur þeim fyrri á nokkurn hátt, okkar stelpur náðu ekki að láta boltann ganga, of mikið hnoð og ekkert gekk upp. Þegar þeim loksins datt í hug að skjóta á mark sem þær gerðu ekki mikið þá varði markvörðurinn. Seinni hálfleikurinn fór 15-4 fyrir Val en lokatölur leiksins voru 12-25. Emelía markvörður Akureyrar stóð sig langbest af Akureyrarstelpunum.
Miðað við gang leiksins í fyrri hálfleik þá fer að styttast í að þær fái stig ef þær halda haus í seinni hálfleik. |