Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Rúnar rýnir í stöðu liðsins
21. nóvember 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar
Risastórt tækifæri – en sameiningin hefur enn ekki skilað því sem ég hafði vænst
AKUREYRI tekur á HK á Íslandsmóti karla, N-1 deildinni, í KA-heimilinu í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19 og ljóst að þar verður við ramman reip að draga. En Akureyringar hafa sýnt að þegar liðinu tekst vel upp getur það spilað mjög vel og með góðum stuðningi áhorfenda er allt hægt á heimavelli – alltaf. Menn verða bara að trúa því. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari og leikmaður Akureyrar, segir það vissulega vonbrigði að vera aðeins í 7. sæti eftir fyrstu umferðir mótsins.
"Auðvitað er staða liðsins vonbrigði, en við náum ekki 6. sætinu fyrr en "einu sinni var" dettur úr hausnum á leikmönnum," segir Rúnar. Hann var ekki ánægður með tvo síðustu leiki. "Afturelding hefur að vísu komið á óvart. Þetta eru baráttuglaðir og frískir strákar sem eru á góðri siglingu undir stjórn Bjarka Sigurðssonar," sagði Rúnar. "Byrjunin gegn UMFA var mjög góð af okkar hálfu, sérstaklega varnarlega. Eftir að mönnum fannst að þetta yrði leikur kattarins að músinni slökuðum við á klónni og hleyptum Aftureldingu aftur að okkur og menn hreinlega vanmátu þá, þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir um annað. Í lokin erum við bara heppnir að ná einu stigi, þrátt fyrir að leiða leikinn í 58 mínútur."
Mjög sterkt mót
Í síðasta leik tapaði Akureyri svo fyrir Fram í Reykjavík. "Við breyttum byrjunarliðinu frá síðustu leikjum, með Ása á miðjunni og Einar Loga hægra megin en því miður skilaði það ekki tilætluðum árangri," segir Rúnar um þann leik. "Ég get ekki útskýrt lélega nýtingu í upplögðum færum, né það að menn grípi ekki boltann, öðru vísi en að menn eru ekki með hugann við verkefnið og þar af leiðandi huglausir í sínum aðgerðum. Staðan er sú hjá okkur að við höfum ekki pláss fyrir leikmenn sem eru ekki í þessu af áhuga og vilja, en á meðan leikmenn gera það upp við sig hvort þeir ætli að vera 100% í þessu þá verðum við með kasta og grípa æfingar, á æfingum," segir Rúnar.
Þegar talið best að handboltanum í vetur segir Rúnar að hann sé betri nú en áður. "Það er mjög sterkt mót í gangi þetta árið, enda styrktu sig langflest liðin í deildinni frá því sem áður var og úrslit Vals í Meistaradeildinni, sérstaklega sigurinn á Celje Lasko nýlega, sýna að íslenskur handbolti þolir samanburð við útlönd."
Rúnar er hins vegar ekki nógu ánægður með alla fjölmiðlana. "Ég skil ekki skekkjuna í umfjölluninni um N1 deildina í prentmiðlunum annars vegar og hins vegar í ljósvakamiðlunum, mér finnst prentmiðlarnir sinna deildinni vel. En ég ásamt mörgum öðrum skiljum ekkert í hinum svokallaða "rétti" sem RÚV hefur á handboltanum, það virðist vera algerlega einhliða samningur RÚV við HSÍ."
Framfarir Magnúsar
Eins og áður sagði er Rúnar að sjálfsögðu ekki ánægður með stöðu Akureyrarliðsins nú þegar rúmlega fjórðungur Íslandsmótsins er að baki. En hann er ánægður með sumt. "Það er ánægjulegt að sjá hvaða framförum Magnús Stefánsson hefur tekið síðastliðið ár og nú þegar eru farnar að berast fyrirspurnir í hann erlendis frá. Hann er samningsbundinn Akureyri til 2009, en ég vænti þess að einhver lið muni kaupa hann eftir þetta tímabil. Andri Snær hefur ekki náð sér á það flug sem hann fór á í nóvember í fyrra, en það orsakast af því að hann hefur verið að bjarga okkur í hægra horninu, þar sem hægri vængurinn hefur verið afspyrnu slakur í upphafi móts. Miðja liðsins sem er hryggsúla hvers handboltaliðs, þ.e.a.s. markvörður, miðjumaður og línumaður er sett saman hjá okkur úr stráklingum og skjúklingum og því eigum við oft erfitt uppdráttar þó svo að við séum að gera fína hluti á vellinum."
Og áfram heldur Rúnar um handboltann á Akureyri.
"Sameiningin er ekki að skila því sem ég hafði vænst, í stað styrkingar á leikmannahóp þá veikist hann á milli ára. En það verður e.t.v. í framtíðinni hægt að hlúa betur að þessu liði, því að þetta er risastórt tækifæri. Það er mín skoðun að það þurfi að losa Akureyri – handboltafélag frá Þór og KA og það þarf að fá sjálfstæði og heyra beint undir ÍBA í stað þess að fara í gegnum félögin þar sem menn eru ýmist með eða á móti því að gera eitt lið út frá Akureyri. Einnig ætti Akureyri - handboltafélag að fá Íþróttahöllina til afnota og gera rekstrarsamnning um hana við Akureyrarbæ, það væri báðum aðilum til bóta. Höllin mundi væntanlega fá nýtt líf, en þar vilja félögin í bænum ekki spila leiki sína. Það væri t.d. upplagt að breikka salinn með smávægilegu niðurrifi og geta því komið fyrir tveimur handboltavöllum þversum á æfingartíma og síðan yrði keppt langsum í salnum með útdregna bekki þegar leikir færu fram. Þess konar salir eru t.d. í Garðabæ og Hafnarfirði. Þarna kæmi eitt stykki nýtt íþróttahús í bæinn án þessa að kosta miklu til þar sem öll aðstaða og ytri byrði eru til staðar. Ef menn ætla sér eitthvað með þessu liði, annað en að bjarga Þór og KA fjárhagslega tímabundið, þá er þetta leið sem forsvarsmenn félagsins og Akureyrarbær ættu að skoða. Annars á íþróttalífið í bænum á hættu að fletjast enn meira út", segir Rúnar Sigtryggsson.
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson