Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Strákarnir svekktir eftir tapið gegn Val
6. desember 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar
Hvað sögðu þeir eftir Valsleikinn
Fréttablaðið og Vikudagur ræddu við Sveinbjörn markvörð og Andra Snæ eftir Valsleikinn í gær, svo og við Óskar Bjarna, þjálfara Vals.
Sveinbjörn segir við Fréttablaðið:
"Loksins þegar ég næ mér á strik þá er þetta eins og svo oft í vetur, tveir hlutir eru í lagi en sá þriðji klikkar. Við áttum að keyra yfir þá þegar þeir voru á rassgatinu í fyrri hálfleik en það er eins og það hafi vantað einhvern sigurvilja í okkur. Þetta skilur á milli sigurvegara og hinna, sigurvegararnir keyra bara yfir liðið meðan hinir bíða og tapa svo,"
sagði Sveinbjörn Pétursson sem varði vel í marki Akureyrar, þar á meðal fjögur vítaköst.
"Þetta er virkilega svekkjandi eftir að við fáum góðan stuðning hérna en það er þó ekki allt svart, það eru jákvæðir punktar í þessu líka. Við þurfum að byggja á því og taka fjögur stig í leikjunum tveimur fyrir hléið,"
sagði markmaðurinn.
Vikudagur hefur eftirfarandi eftir Andra Snæ:
"Þetta er alltaf sama sagan, við erum sjálfum okkur verstir með því að klúðra öllum þessum dauðafærum. Það er það sem er að fara með alla þessa leiki hjá okkur, þrátt fyrir frábæra vörn og markvörslu eins og í þessum leik. Auðvitað fer maður að spyrja sig að því hvort sjálftraustið sé farið að minnka en við þurfum bara einn góðan sigurleik þá kemur það aftur,"
sagði hornamaðurinn sterki Andri Snær Stefánsson sársvekktur að leik loknum.
Loks skulum við sjá hvað Óskar Bjarni, þjálfari Vals hafði að segja um Akureyrarliðið við Fréttablaðið:
"Þetta var mjög erfiður leikur og ég er hrifinn af þessu Akureyrarliði, ég er viss um að þeir munu klífa upp töfluna. Þeir eru með gott lið, vel mannað og vel þjálfað. Hvað okkur varðar þýðir ekkert að horfa á töfluna, þetta er bara að duga eða drepast og við þurfum bara að vinna alla leikina, það er bara þannig,"
sagði Óskar sem var skiljanlega glaðbeittari en norðanmenn eftir leikinn.
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson