Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Lilja og félagar eru í mikilli framför







12. desember 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar

Fram stúlkur fóru með tvö stig frá Akureyri

Akureyrarstúlkur tóku á móti efsta liði N1 deildarinnar í dag. Það mátti búast við erfiðum leik enda var Fram eina taplausa lið deildarinnar eftir tíu leiki. Það kom líka á daginn að þetta var fullstór biti fyrir okkar stelpur og urðu lokatölur 18-26 Fram í vil.

Eftir rúmlega tuttugu mínútna leik var staðan 5-10 fyrir Fram og það sem eftir var fyrri hálfleiks hélst sá munur að mestu en hálfleikstölur voru 8-14. Dómarar leiksins voru ótrúlega vítaglaðir og sem dæmi þá voru þrjú af fjórum síðustu mörkum Fram liðsins í fyrri hálfleik skoruð úr vítaköstum.

Stelpurnar komu ákveðnar til síðari hálfleiks og skoruðu fyrstu tvö mörkin áður en Framarar tóku við sér og skoruðu næstu fimm mörk og náðu þar með níu marka forystu 10-19. Akureyrarstelpurnar börðust þó áfram og svöruðu með tveim mörkum 12-19. Það sem eftir lifði leiks var sigur Fram aldrei í hættu, munurinn sveiflaðist nokkuð og sáust tölur eins og 14-22 en mestur varð munurinn tíu mörk 15-25 en þá skoruðu stelpurnar þrjú mörk í röð áður en Fram skoraði síðasta mark leiksins á lokasekúndunni og leiknum lauk því með 18-29 fyrir Fram eins og áður segir.

Vítagleði dómaranna hélt áfram allan leikinn og alls dæmdu dómararnir nítján víti í leiknum sem hlýtur að fara langt með að vera Íslandsmet ef ekki heimsmet. Vítaköstunum var deilt nokkuð bróðurlega á bæði liðin, Fram nýtti sín þó öllu betur, skoraði úr níu af ellefu. Emelía í marki Akureyrar varði reyndar tvö vítanna í seinni hálfleik en í bæði skiptin náðu Fram stúlkur frákastinu og skoruðu. Hins vegar fóru fjögur Akureyrarvíti í súginn af þeim átta sem liðið fékk.

Eins og áður segir voru Framstúlkur einu númeri of stórar fyrir okkar stúlkur í dag en það verður að segjast að stelpurnar hafa tekið miklum framförum í vetur og er allt annað að sjá spilamennskuna hjá þeim nú heldur en fyrstu leikjum tímabilsins. Sóknarleikur liðsins er orðinn beittari, fleiri farnar að taka af skarið og iðulega skiluðu leikkerfin afbragðsfærum þó stundum vantaði að klára þau. Lilja hefur vaxið mikið sem leikmaður og er farin að bíta hraustlega frá sér, í dag var hún með fjögur fín mörk með góðum gegnumbrotum. Inga Dís er afar mikilvæg liðinu bæði í vörn og sókn, hún fékk þungt höfuðhögg þegar um það bil tíu mínútur voru eftir af leiknum og þurfti að fara af leikvelli og kom ekki meira við sögu.
Auður Ómarsdóttir kom sterk inn á lokamínútunum með mikla baráttu, síógnandi skoraði mark og fiskaði tvö víti.

Eins og svo oft áður voru þjálfarar liðsins ekki par ánægðir með dómgæsluna og létu óspart í sér heyra sem lyktaði með því að Jóhannes Bjarnason fékk tveggja mínútna brottvísun. Það má því segja að það er orðin föst regla að þjálfarar liðsins taki út brottvísun í hverjum leik. Þeim til vorkunnar má reyndar segja að ýmsir dómar dagsins hafi orkað verulega tvímælis þó það hafi bitnað á báðum liðum.

Mörk Akureyrar skoruðu: Arna og Lilja fjögur hvor, Inga Dís, Monika og Þórsteina tvö hver, Auður, Anna Morales, Emma og Ester Óskarsdóttir eitt mark hver.

Emelía stóð vel fyrir sínu í markinu og varði sautján skot, þar af tvö víti eins og áður segir.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson