Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Halldór þekkir til strákanna í FH



29. apríl 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

2. fl karla: Undanúrslitaleikur gegn FH á morgun miðvikudag

Á morgun miðvikudag hefjast undanúrslitin hjá 2. flokki karla. Leikið er á hlutlausum velli og fara leikirnir fram á Seltjarnarnesi. Akureyri mætir FH-ingum og hefst leikurinn klukkan 20:00. FH sigraði í öllum 18 leikjum sínum í deildinni í vetur og eina tap þeirra var gegn Akureyri í bikarnum.

Í hinum undanúrslitaleiknum mætast svo tvö lið úr norðurriðli, Valur og HK. Það sýnir kannski svart á hvítu hversu norðurriðillinn var miklu sterkari þar sem að Valsmenn, sem lentu í þriðja sæti norðurriðils, lögðu Stjörnumenn, sem urðu í öðru sæti suðurriðils, á þeirra eigin heimavelli í gær með 38 mörkum gegn 20. Leikur Vals og HK hefst á sama stað klukkan 18:00.

Á fimmtudeginum verður svo leikið um fyrsta og þriðja sæti Íslandsmótsins og hefjast þeir leikir klukkan 14:00 og 16:00 og eru þeir einnig leiknir á Nesinu.

Við hvetjum alla norðlendinga í Reykjavík til að kíkja á strákana og hvetja þá til sigurs í báðum leikjunum.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson