Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Það er ekki amalegt að eiga bestu stuðningsmenn á Íslandi

6. október 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

Frá fyrirliða: Takk fyrir okkur stuðningsmenn!

Góðan dag kæru stuðningsmenn Akureyrar handboltafélags. Ég vil fyrir hönd leikmanna þakka fyrir frábæran stuðning í síðasta deildar leik á móti Stjörnunni og einnig í fyrsta leiknum á tímabilinu á móti FH. Það er alveg ljóst að þið svo sannarlega svöruðuð kalli okkar um að mæta aftur og styðja okkur jafn vel og gert var í leik 1. þrátt fyrir að sá leikur hafi því miður tapast

Fyrir okkur leikmenn þá er varla hægt að lýsa því hversu mikið skemmtilegra er að spila þessa íþrótt þegar maður finnur fyrir svona miklum stuðningi og gleði á pöllunum í fullri höllinni. Stjórn félagsins á heiður skilið fyrir að búa til góða umgjörð sem er svo sannarlega að skila sér og það er klárt mál að við komum til með að vera gríðarlega erfiðir heim að sækja ef þetta heldur áfram svona.

Í næstu umferð eigum við svo annan heimaleik næsta fimmtudag á móti HK. Þeir eru með hörkulið og hafa byrjað vel með þá Akureyringa Sverre Andres Jakobsson silfurref (við Akureyringar þekkjum hann nú samt best undir nafninu Sverrir Bæjó) og markvörðinn Sveinbjörn Pétursson fremsta í flokki.

Þannig skora ég á alla sem mættu síðast að koma aftur á fimmtudaginn 9. okt og helst að taka einn með sér, ég lofa góðri skemmtun. Við leikmenn sem í þessu stöndum erum staðráðnir í að selja okkur dýrt og það í allan vetur og með ykkur í liði með okkur er allt hægt.

Með bestu kveðju
Jónatan Þór Magnússon
fyrirliði Akureyrar handboltafélags.

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson