Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Herbert verður í sínu besta formi í Höllinni

7. október 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

Herbert Guðmundsson hitar upp fyrir leikinn gegn HK

Eins og menn muna annaðist Háskólabandið lifandi tónlistarflutning fyrir fyrsta heimaleikinn í ár en nú hefur fengist staðfest að það verður enginn annar en tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson sem mun hita upp í Íþróttahöllinni fyrir leik Akureyrar Handboltafélags og HK á fimmtudaginn og kynda upp stemminguna. Þetta eru frábær tíðindi og ljóst að handboltaleikir á Akureyri eru sannkölluð fjölskylduhátíð enda hefur frammistaða áhorfenda vakið verðskuldaða athygli.

Herbert er nýbúinn að gefa út nýjan disk sem kallast Spegill sálarinnar og eru nokkur lög farin að hljóma af honum á útvarpsstöðvunum. Herbert mun væntanlega flytja lög af diskinum í höllinni og aldrei að vita nema við fáum líka ofursmellinn ódauðlega Can´t walk away.

Það borgar sig því fyrir stuðningsmenn að mæta snemma í Höllina á fimmtudaginn en húsið opnar klukkan 18:45. Á síðustu tveim leikjum hefur áhorfendastúkan verið þéttsetin og stemmingin rafmögnuð.

Við verðum með frekari upplýsingar um Herbert og umgjörð leiksins hér á síðunni á næstunni en við getum lofað því að það verður magnað stuð í Höllinni á fimmtudaginn, jafnt í tónlistinni sem handboltanum.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson