Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Leikmenn voru kátir og stoltir í leikslok





11. október 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

Hvað sögðu menn eftir HK leikinn?

Fjölmiðlar landsins tóku leikmenn Akureyrar tali eftir HK leikinn. Hafþór Einarsson var í viðtali við Fréttablaðið: "Þetta var mjög góður leikur að okkar hálfu. Við spiluðum vel saman sem heild og þá gengur allt saman upp. Það er góð stemning í kringum liðið og umgjörðin er frábær. Herbert Guðmundsson með Can´t walk away hér fyrir leik átti sinn þátt í að koma okkur í stuð eins og annað," sagði Hafþór glaðbeittur en Herbert hitaði áhorfendur upp fyrir leikinn.

"Áhorfendur voru frábærir og með troðfullt hús þarf að vera eitthvað að ef þú ætlar þér ekki eitthvað. Við getum allt sem við viljum ef við höldum þessu áfram."

Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, var að vonum ánægður með leik sinna manna í viðtali við Morgunblaðið: "Þetta var mjög gott hjá okkur gegn sterku liði HK. Leikurinn kláraðist í byrjun seinni hálfleiks þar sem þeir skoruðu ekki mark fyrstu tíu mínúturnar. Hafþór stóð sig frábærlega í markinu og allir leikmenn stóðu sig mjög vel. Það skilaði sínu með þessa frábæru áhorfendur og mjög sterka vörn svo það varð eitthvað undan að láta hjá þeim. Þetta var orðið frekar einfalt í lokin þótt við höfum kannski slappað of mikið af. En það er erfitt að halda einbeitingu í 60 mínútur þegar maður er kominn með tíu marka forystu og korter eftir." Áhorfendur fjölmenntu á leikinn og mikil stemning var í stúkunni. Rúnar segir það skipta miklu máli: "Já, stuðningur áhorfenda telur alveg rosalega mikið og við erum mjög þakklátir fyrir að þeir gáfu okkur tækifæri eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum í deildinni.
Þeir mættu samt eftir það og halda áfram að styðja okkur á sinn einstaka hátt og við reynum auðvitað að launa þeim með skemmtilegri spilamennsku og sigri," sagði Rúnar.

Rúnar var ekki síður í skýjunum yfir leik sinna manna í viðtali við handbolti.is "Þetta var okkar besti leikur í langan tíma. Það er frábært að spila fyrir Norðan um þessar mundir og stemmingin orðin eins og í gömlu góðu dagana. Sigurvegarar í þessum leik voru ekki leikmenn heldur áhorfendur og allt fólkið í bænum. Stuðningurinn við liðið hefur verið frábær í höfuðstað Norðurlands undanfarnar vikur og það ber virkilega að þakka." Spurður um þessa góðu spilamennsku liðsins og þessu frábæru stemmingu, sagði Rúnar "Eigum við ekki að segja að kreppan fari vel í okkur Akureyringa".

Þá var hornamaðurinn snöggi Heiðar Þór Aðalsteinsson mjög sáttur í leikslok í viðtali við Vikudag: "Varnarleikur okkar var frábær í leiknum og klárlega það sem skóp þennan sigur auk góðrar markvörslu. Hröðu sóknirnar hjá okkur gengu ágætlega en við getum enn betur þar. Áhorfendur voru frábærir og þetta var rosalega gaman í kvöld. Mórallinn í hópnum er algjör snilld og getur örugglega ekki verið betri. Við sjálfir erum líka aldrei betri en þegar við stöndum saman og höfum jafn gaman að þessu eins og í kvöld," sagði Heiðar Þór sigurreifur að lokum.


Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson