Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Akureyri þarf að taka á öllu sínu gegn erfiðum Víkingum á laugardaginn

15. október 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

Næsti leikur: Útileikur gegn Víkingum á laugardag

Mótherjar okkar í næsta leik eru nýliðar Víkings sem komu upp úr 1. deild síðasta vor. Þrátt fyrir að Víkingar hafi tapað öllum leikjum sínum í deildinni til þessa þá eru þeir sýnd veiði en ekki gefin eins og margir hafa e.t.v. haldið. Þeir hafa sýnt hörkubaráttu og það hefur verið fín stemming í Víkinni það sem af er og þeir því til alls líklegir.

Fyrsti leikur Víkinga var gegn Val og það var ekki fyrr en í lok leiksins sem reynsluboltarnir á Hlíðarenda tryggðu sér sigur, 29-34. Annar leikur Víkinga var gegn Fram á útivelli og þar mættu Víkingar grimmir til leiks og náðu yfirburðastöðu 1-7 í upphafi leiks með hörkugóðri vörn auk þess sem Framarar réðu ekkert við skyttur Víkinga. Fram tókst þó að ná yfirhöndinni í lok fyrri hálfleiks og sigraði að lokum 36-30.

Í 3. umferð fengu Víkingar FH í heimsókn og þar fóru FH-ingar með tveggja marka sigur 27-29 eftir góðan lokasprett Víkinga. Loks skal minnt á að Stjörnumenn sigruðu Víking naumlega á lokasekúndum 27-26 í Eimskipsbikarnum.

Víkingarnir eru kannski ekki með mikla breidd í sínu liði en eru hins vegar með mjög sterkt byrjunarlið og hafa í öllum sínum leikjum mætt sprækir til leiks og náð góðri stöðu í upphafi leikjanna. Þjálfari Víkinga er enginn annar en landsliðskempan Róbert Sighvatsson og hefur hann greinilega verið að vinna í því að liðið haldi leikina út enda áttu þeir góða lokakafla í tveim síðustu leikjum.

Atkvæðamestir í sóknarleik Víkinga eru skyttan Sverrir Hermannsson sem hefur verðið að skora 5-8 mörk í leikjum liðsins það sem af er.

Þá hefur Sveinn Þorgeirsson einnig verið öflugur í skyttustöðunni og skoraði 5 mörk gegn FH í síðasta leik.

Ekki má gleyma vinstri hornamanninum Davíð Georgssyni en hann var einmitt valinn besti leikmaður 3. umferðar í þeirri stöðu.

Það er því ljóst að leikmenn Akureyrar eiga erfiðan leik fyrir höndum á laugardaginn og verða að mæta til leiks af sama krafti og gegn HK í síðasta leik enda mjög brýnt að sækja fyrstu tvö stigin á útivelli í ár.

Við hvetjum alla stuðningsmenn Akureyrar á Reykjavíkursvæðinu til að fjölmenna í Víkina á laugardaginn og hvetja okkar menn til dáða og sýna að þeir eru ekki eftirbátar frábærra stuðningsmanna liðsins hér á Akureyri. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður sýndur beint í sjónvarpinu.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson