Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Nú er tækifæri til að slást í stuðningsmannahópinn

3. nóvember 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

Tækifæri til að ganga í stuðningsmannaklúbbinn

Nú þegar þriðjungur af heimaleikjum Akureyrar Handboltafélags eru búnir trónir liðið í efsta sæti deildarinnar ásamt FH og Val. Árangur liðsins á heimavelli hefur verið aldeilis frábær og ekki síst verður hann þakkaður frábærum stuðningsmönnum liðsins. Starfsemi stuðningsmannaklúbbsins í kringum heimaleikina hefur vakið mikla athygli en klúbbfélagar hittast hálftíma fyrir leik ræða máli yfir léttum kvöldverði og Rúnar þjálfari kemur og gerir grein fyrir hvernig hann leggur upp leik okkar manna. Í hálfleik eru kaffiveitingar og Stefán aðstoðarþjálfari fer yfir gang leiksins það sem af er og hvaða áherslur verða lagðar í þeim seinni.

Að leik loknum koma leikmenn og þjálfarar og rabba við stuðningsmenn um leikinn og næra sig á þeim veitingum sem eftir eru.

Nýir félagar eru velkomnir í klúbbinn og þar sem þriðjungur heimaleikjanna er nú búinn býðst nýjum félögum kostur að ganga í klúbbinn fyrir 10.000.- krónur. Að sjálfsögðu fylgir með í pakkanum aðgangur að öllum heimaleikjum liðsins í deildarkeppninni.

Einfaldast er fyrir áhugasama að senda okkur tilkynningu hér á síðunni með ósk um að gerast félagi, hægt er að senda slíka tilkynningu hér efst á síðunni eða smella hér til að senda skilaboð. Gefið upp netfang og síma og við munum hafa samband um framhald málsins.



Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson