Oddur var sáttur með lokaleikinn í Frakklandi
| | 4. nóvember 2008 - Akureyri handboltafélag skrifarU - 19 liðið sigraði Pólverja í leik um 5. sætiU-19 landslið Íslands sigraði Pólland í lokaleik sínum í Frakklandi á sunnudaginn þegar liðin léku um 5. sæti mótsins. Pólverjar voru raunar yfir í hálfleik 15-18 en í seinni hálfleik tók íslenska liðið sig saman i andlitinu, vörnin þéttist og þar með kom líka markvarslan. Lokatölur leiksins urðu 38-23 fyrir Ísland.
Okkar maður, Oddur Gretarsson fór á kostum og var markhæstur með 10 mörk. Oddur var mættur á æfingu hjá Akureyri Handboltafélagi í gær eftir mikið ferðalag, hann var að vonum sáttur með lokaleikinn sem hann sagði hafa verið sinn besta í mótinu.
Íslendingar höfnuðu eins og áður segir í 5. sæti á mótinu, Spánverjar sigruðu, Frakkar í öðru sæti, Rússar í 3.sæti, Þjóðverjar höfnuðu í fjórða sæti og Pólverjar ráku lestina í 6. sæti. |