Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Bjarni og Fannar voru atkvæðamestir í liði Akureyrar 2
10. nóvember 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar
Akureyri 2 úr leik í bikarnum eftir tap á Selfossi
1. deildarlið Selfoss reyndist of stór biti fyrir Akureyri 2 þegar liðin mættust á Selfossi í gær. Uppistaðan í liði Akureyrar 2 var að þessu sinni að mestu strákar úr 2. flokki auk þess sem tveir gamlingjar, Stefán Jóhannsson og Höskuldur Þórhallsson léku með.
Leikurinn fór ágætlega af stað og eftir um 10 mínútna leik var staðan 4-3 fyrir heimamenn en þá tóku heimamenn leikinn í sínar hendur og skoruðu hvert hraðaupphlaupsmarkið á fætur öðru og leiddu 23-10 í hálfleik.
Selfyssingar héldu sínu striki í seinni hálfleik og unnu öruggan sigur 43-23. Höskuldur alþingismaður Þórhallsson meiddist á hné í upphafi seinni hálfleiks og kom ekki meira við sögu í leiknum áður en hann náði að setja mark sitt á leikinn. Annars skoruðu allir útileikmenn Akureyrar 2 í leiknum en markaskorar voru: Bjarni Jónasson 7, Fannar Kristmannsson 7, Jón Þór Sigurðsson 4, Halldór Árnason 3, Baldur Halldórsson og Ágúst Stefánsson 1 mark hvor. Í markinu stóðu Stefán Jóhannsson og Siguróli Magni Sigurðsson.
Þess má geta að það er ekki á hverjum degi sem feðgar leika saman í liði en Stefán er faðir Ágústar.
Í marki Selfyssinga var gamla kempan Sebastian Alexandersson og reyndist hann strákunum erfiður. En það er ljóst að þeir Sebastian og Arnar Gunnarsson eru að gera fína hluti með Selfoss liðið og kæmi ekki á óvart að sjá liðið í úrvalsdeildinni á næsta ári.
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson