Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Jónatan fór fyrir sínum mönnum í dag
Flóki var seigur í markinu



11. desember 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

Tap gegn HK í hörkuleik - skondin staða í N1 deildinni

Það var hart tekist á í Digranesinu í kvöld þegar Akureyri mætti til leiks gegn HK. Strákarnir mættu ákveðnir til leiks staðráðnir í að rífa sig upp eftir slæm töp í síðustu tveim leikjum. Það voru þó heimamenn sem byrjuðu betur og komust í 3-0 og það var ekki fyrr en eftir fimm mínútna leik sem Jónatan braut ísinn með fyrsta marki Akureyrar. Leikur okkar manna var alls ekki nægilega góður fyrstu tíu mínútur leiksins, hvorki í vörn eða sókn og Hafþór fann sig ekki í markinu. Staðan orðin 8-4 fyrir HK.

Vörnin fór þó skánandi og Hörður Flóki kom í markið og tók nokkra fína bolta en þó hélt HK þessari 3-4 marka forystu allt þar til að 25 mínútur voru eftir að munurinn var kominn niður í tvö mörk 11-9. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks fóru hins vegar nokkur afbragðs færi forgörðum og HK fór með fjögurra marka forystu í hálfleik 14-10.

Sveinbjörn Pétursson í marki HK reyndist okkar mönnum erfiður, enda gjörþekkir hann sína gömlu félaga. Þá átti Akureyringurinn Ragnar Snær Njálsson góða endurkomu í HK liðið eftir langvarandi meiðsli og skoraði þrjú mörk á okkur.

Upphaf seinni hálfleiks var ekki eins og menn óskuðu sér, HK skoraði fyrstu tvö mörkin og náði þar með sex marka forystu 16-10 og útlitið dökkt. En okkar menn sýndu mikinn karakter og með frábærum kafla tókst þeim að jafna leikinn í 20-20 þegar tæpar níu mínútur voru eftir af leiknum.

En því miður tókst ekki að halda þessum fína kafla áfram og HK reyndust sterkari á lokasprettinum og sigruðu 25-21 þar sem Akureyri skoraði ekki mark á síðustu sjö mínútum leiksins.

Þrátt fyrir þetta tap voru margvísleg batamerki á liðinu frá síðustu tveim leikjum. Jónatan var yfirburðamaður í liðinu í dag, skoraði tíu mörk og mataði Hörð Fannar og Þorvald vel á línunni sem skilaði ófáum mörkum og vítaköstum.

Mörk Akureyrar: Jónatan 10 (5 víti), Hreinn og Hörður Fannar 3 hvor, Andri Snær og Anton 2 hvor og Þorvaldur 1.

Hafþór byrjaði í markinu fyrstu fjórtán mínúturnar en fann sig ekki og varði einungis eitt skot á þeim tíma. Hörður Flóki kom þá inná og varði alveg þokkalega, a.m.k. tíu skot og þar af eitt vítakast.

Oddur virðist ekki ná sér á strik þessa dagana en vonandi er það eitthvað sem hrekkur í samt lag í næsta leik. Einnig er það ljóst að liðið saknar Árna Sigtryggssonar en þess er vænst að hann verði klár í næsta deildarleik sem er reyndar ekki fyrr en 22. janúar.

Hér er hægt að skoða gang leiksins

Eftir leiki dagsins er staðan í N1 deildinni ákaflega athyglisverð, Valur er á toppnum með 15 stig en síðan koma fimm lið öll með 12 stig. Til að raða þeim í sæti má segja að þá sé stillt upp móti þar sem einungis þeirra leikir eru skoðaðir. Þá kemur í ljós að HK hefur fengið 9 stig út úr leikjum þessara fimm liða, Akureyri, Haukar og Fram hafa 6 stig og FH 5 stig. Því þarf að líta á innbyrðis úrslit Akureyri, Hauka og Fram og út úr þeim hafa Haukar 4 stig en Akureyri og Fram 2 stig en þar sem Akureyri sigraði Fram í þeirra leik raðast Akureyri ofar en Fram sem stendur.

Þess ber þó að geta að Fram á eftir að spila tvo leiki, gegn Stjörnunni og Víkingi og Haukar eiga eftir leik gegn Stjörnunni.

Staðan í deildinni í dag er því sem hér segir:
Nr. FélagLeikir U J TMörkHlutfallStig-
1. Valur11632307 : 2634415:7
2. HK11524292 : 299-712:10
3. Haukar10604288 : 2602812:8
4. Akureyri11605288 : 299-1112:10
5. Fram9522254 : 245912:6
6. FH11524322 : 322012:10
7. Stjarnan9225225 : 237-126:12
8. Víkingur10019257 : 308-511:19

Ef Fram fær ekkert stig úr þessum tveim leikjum heldur Akureyri fjórða sætinu en falla annars niður í það fimmta.


Athyglisverð mynd úr leiknum, hér er Arnar Sæþórsson að brjótast í gegnum Akureyrarvörnina, Ragnar Snær Njálsson fylgist með sínum manni en báðir léku þeir með KA á sínum tíma þannig að hér eru eintómir norðanmenn á ferðinni. (mynd: mbl.is)


Jónatan sækir að HK vörninni. (mynd: mbl)

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson