Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Jónatan var yfirburðamaður í dag
23. janúar 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar
Arfaslakur lokakafli fyrri hálfleiks kostaði tap
Það var ekki laust við að gætti tilhlökkunar fyrir leik Akureyrar og Víkings í kvöld, biðin eftir heimaleik orðin ótrúlega löng auk þess sem liðið hafði endurheimt Árna Sigtryggsson í hópinn. Upphafsmínúturnar gáfu líka tilefni til bjartsýni, mögnuð barátta í vörninni og staðan orðin 2-0 fyrir heimamenn sem voru vel studdir af fullu húsi áhorfenda. Víkingar náðu reyndar að jafna í 2-2 en þá var bara gefið í aftur og staðan breyttist í 4-2 og seinna í 5-3 og rúmar ellefu mínútur liðnar. Víkingar jafna en Akureyri nær forystunni aftur 6-5 og átján mínútur liðnar.
Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks varð síðan hreinasta martröð, Víkingar tóku leikinn gjörsamlega í sínar hendur og hreinlega niðurlægðu heimamenn, skoruðu 9 mörk gegn einu heimamanna og leiddu í hálfleik 7-14. Á þessum tíma gekk ekkert í sókninni, vörnin virkaði ráðvillt og engin markvarsla. Það segir nokkuð um sóknarleikinn að af þessum 7 mörkum komu 4 úr vítaköstum.
Það var því þungt hljóð í stuðningsmönnum í hálfleik og eina gleðiefnið var frábær frammistaða Stórsveitar Tónlistarskóla Akureyrar sem fór á kostum á kaffiteríunni.
Það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik og náðist að minnka muninn lítillega, Hörður Flóki náði nokkrum góðum vörslum og í stöðunni 12-18 kom magnaður kafli. Á þriggja mínútna kafla skoraði Akureyrarliðið fimm mörk í röð og staðan orðin 17-18 og komin flott stemming í Höllina. Tækifæri fékkst til að jafna leikinn en það tókst ekki og í kjölfarið tókst Víkingum að síga fram úr aftur og náðu fjögurra marka forystu, 19-23 þegar fimm mínútur voru til leiksloka.
Þann mun tókst ekki að brúa og þrátt fyrir að Jónatan skoraði úr vítakasti þegar leiktíminn var útrunninn fóru Víkingar með tveggja marka sigur 25-27.
Jónatan Magnússon var yfirburðamaður í liði Akureyrar og í raun sá eini sem lék af eðlilegri getu í dag. Hann skoraði samtals 15 mörk, 11 þeirra úr vítaköstum en flest þeirra komu reyndar eftir stoðsendingar frá honum. Aðrir sem skoruðu voru Hörður Fannar 5 mörk, Oddur 4 mörk og Rúnar Sigtryggsson 1. Sem sagt einungis fjórir leikmenn sem skora og athyglisvert að fyrir utan fjögur af mörkum Jónatans koma öll hin úr vítum, hraðaupphlaupum og af línunni. Það kom sem sé lítið út úr skyttunum í dag, Andri Snær var vinstra megin og náði sér ekki nægilega á strik og þá er einnig ljóst að Árni Sigtryggsson er ennþá bara skugginn af sjálfum sér og á töluvert í land með að ná fyrri styrk.
Goran Gusic kom inn í hópinn í dag en hann er farinn að æfa aftur eftir að hafa glímt við þrálát meiðsli í allan vetur, hann á þó greinilega eftir að komast í betra leikform.
Markvarsla Hafþórs og Harðar Flóka var lítil í leiknum, Flóki tók reyndar góða rispu í fyrri hluta seinni hálfleiks en samtals vörðu þeir félagar aðeins 8 skot í leiknum.
Með því að
skoða beinu lýsingu okkar af leiknum
er hægt að sjá hvernig leikurinn gekk fyrir sig.
Þetta var sem sé döpur byrjun á árinu en úrslit annarra leikja gera það þó að verkum að enn munar einungis 4 sigum á toppliðum og Akureyri sem situr nú í 6. sæti deildarinnar.
Staðan í deildinni er nú sem hér segir:
Nr.
Félag
Leikir
U
J
T
Mörk
Hlutfall
Stig
-
1.
Fram
12
7
2
3
342 : 331
11
16
:
8
2.
Haukar
12
8
0
4
344 : 310
34
16
:
8
3.
Valur
12
6
3
3
330 : 288
42
15
:
9
4.
FH
12
6
2
4
361 : 357
4
14
:
10
5.
HK
12
5
3
4
320 : 327
-7
13
:
11
6.
Akureyri
12
6
0
6
313 : 326
-13
12
:
12
7.
Stjarnan
12
2
3
7
302 : 323
-21
7
:
17
8.
Víkingur
12
1
1
10
309 : 359
-50
3
:
21
Við birtum hér tvær myndir Þóris Tryggvasonar þar sem Víkingar sækja að marki Akureyrar.
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson