Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Hafþór var frábær í markinu í kvöld

5. febrúar 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

Jafntefli hjá Akureyri og Fram í æsispennandi leik

Það var ekki laust við að menn væru að fara á límingunum á lokamínútum leiks Akureyrar og Fram í kvöld. Taugarnar voru þandar til hins ítrasta hjá leikmönnum, þjálfurum og dómurum en eftir mikla dramatík lauk leiknum með jafntefli 21-21 þar sem Fram skoraði síðasta mark leiksins úr vítakasti.

Í upphafi leit reyndar ekki út fyrir að yrði mikið skorað í leiknum, markverðir beggja liða skelltu í lás þannig að fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en eftir átta mínútna leik. Markverðirnir áttu eftir að vera á aðalhlutverkum það sem eftir var, Hafþór Einarsson var í einu orði sagt frábær í marki Akureyrar og sýndi alla sína bestu takta og varði um 25 skot og þar af þrjú vítaköst.

Fram hélt frumkvæðinu í leiknum og náðu mest þriggja marka forystu 3-6 eftir fimmtán mínútna leik en með glæsilegum kafla náði Akureyri að jafna í 7-7 en eftir það var jafnt á öllum tölum fram að hálfleik en Fram leiddi 11-12 í hálfleik. Eins og áður segir var Hafþór frábær í vörninni en í sókninni var Andri Snær funheitur og skoraði 6 mörk í hálfleiknum. Aðrir markaskorarar voru Hreinn 2 og Goran, Jónatan og Oddur 1 mark hver.

Fram hóf seinni hálfleik með marki en Akureyri svaraði með þrem mörkum og komst í fyrsta sinn yfir í leiknum í stöðunni 14-13. Baráttan hélt áfram og jafnt á öllum tölum upp í 17-17 þar sem markverðirnir Hafþór og Davíð fóru hamförum og lítið skorað. Goran Gusic sem lék í hægra horninu skoraði því næst tvö glæsimörk úr hægra horninu og Akureyri komið með tveggja marka forystu 19-17 í fyrsta sinn í leiknum og aðeins sjö mínútur eftir af leiknum.

Fram jafnar úr hröðum sóknum og allt á suðupunkti í Höllinni. Á næstu andartökum hélt Akureyri frumkvæðinu en Fram jafnaði jafnharðan, síðast í 21-21 úr vítakasti og einungis tæp mínúta til leiksloka og Akureyri manni færri. Ekki tókst þó að koma tuðrunni í netið en segja má að daprir dómarar leiksins hafi farið á kostum á síðustu sekúndunum en þá varð mikil rekistefna um hvort liðið ætti boltann þegar einungis 4 sekúndur voru eftir af leiktímanum. Eftir miklar vangaveltu dæmdu þeir að Akureyri ætti aukakast, við lítinn fögnuð Viggós þjálfara Fram en þeirri rimmu lauk með því að nýliðinn Ásgeir Jóhann Kristinsson braust inn í Fram vörnina og fékk aukakast um leið og leiktíminn rann út. Úr aukakastinu varð ekkert og jafntefli því niðurstaðan.

Það var allt annað að sjá til Akureyrarliðsins nú heldur en í síðustu leikjum, vörnin var frábær og markvarsla Hafþórs hreint mögnuð. Liðið er greinilega búið að finna taktinn á ný og stefnan einungis uppávið.

Hafþór var tvímælalaust besti maður liðsins í dag og virkilega gaman að sjá hann stíga upp. Andri Snær var yfirburðamaður í sókninni í fyrri hálfleik en hefði mátt fá fleiri leikmínútur í seinni hálfleik.

Mörk Akureyrar: Andri Snær 7, Goran 4 (1 víti), Hreinn og Oddur 3 mörk hvor, Hörður Fannar 2 og Anton og Jónatan sitt markið hvor.

Dómarar leiksins þeir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson áttu ekki sinn besta dag og vægast sagt orkuðu margir dómar þeirra tvímælis og heimamenn langt frá því að vera sáttir við störf þeirra.

Leikurinn var að sjálfsögðu í beinni lýsingu á síðuni og hér er hægt að skoða gang leiksins í smáatriðum.

Eftir leiki dagsins hækkar Akureyri um eitt sæti á kostnað HK en bæði liðin hafa 13 stig en Akureyri hefur betra markahlutfall í leikjunum við HK og því situr Akureyri í 5. sæti deildarinnar en HK í 6. sætinu.

Annars er staðan í deildinni sem hér segir:
Nr. FélagLeikir U J TMörkHlutfallStig-
1. Haukar141004408 : 3525620:8
2. Valur14833390 : 3345619:9
3. Fram14734383 : 382117:11
4. FH14725417 : 413416:12
5. Akureyri14617355 : 379-2413:15
6. HK14536369 : 382-1313:15
7. Stjarnan14338344 : 376-329:19
8. Víkingur142111355 : 403-485:23
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson