Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Arna og stelpurnar fá verðugt verkefni gegn FH

11. febrúar 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

Stórleikur í kvennaboltanum á laugardaginn

Klukkan 16:00 á laugardaginn leikur KA/Þór í meistaraflokki kvenna gegn FH í 4-liða úrslitum Eimskipsbikarsins.

Þetta er tvímælalaust stærsti leikur tímabilsins í kvennahandboltanum og verður leikið í KA heimilinu. Það kostar ekkert á leikinn og því ástæða til að hvetja alla til að koma og styðja stelpurnar sem hafa tekið gríðarlegum framförum í vetur. Skemmst er að minnast þess að á leið sinni í bikarkeppninni sigruðu þær úrvalsdeildarlið Gróttu 22-21 í hörkuleik.

KA/Þór leikur í 2. deild og hafa leikið fimm leiki það sem af er, sigrað fjóra og tapað einum leik.

Stelpurnar hafa stutt dyggilega við karlalið Akureyrar og því finnst okkur ástæða til að hvetja alla til að taka laugardaginn frá og styðja stelpurnar kröftuglega eins og þær eiga svo sannarlega skilið.

Ef þú smellir á auglýsinguna hér að ofan færðu stærri mynd sem er upplagt að prenta út og hengja upp á vinnustaðnum, skólanum eða hvar sem er.


Sigrinum á Gróttu fagnað

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson