Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Oddur var drjúgur í leiknum í dag einnig kom Guðmundur sterkur inn





1. mars 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

2. flokkur: Grátlegt tap í tvíframlengdum bikarúrslitaleik

Það ætlar að ganga erfiðlega fyrir Akureyri að landa fyrsta titli félagsins en strákarnir í 2. flokki voru grátlega nálægt því í dag. Það voru hinsvegar ljónheppnir HK menn sem rændu sigri í tvíframlengdum bikarleik. Já það er ekki hægt að segja annað en að heppnin hafi verið á bandi Kópavogspilta að þessu sinni.

Jafnræði var með liðunum mestallan fyrri hálfleikinn en undir lok hans náði Akureyri tveggja marka forystu, 14-12 og Elmar kórónaði góðan leikkafla með því að verja vítakast á lokasekúndu fyrri hálfleiks. Akureyrarstrákar mættu tvíefldir til seinni hálfleiks og tóku leikinn gjörsamlega í sínar hendur og eftir tíu mínútna leik var munurinn orðinn sex mörk 20-14. Mestur varð munurinn sjö mörk 23-16 og 24-17.

HK menn tóku Anton Rúnarsson úr umferð allan leikinn og Akureyri tók einnig helstu skyttu þeirra, Ólaf Bjarka Ragnarsson sömuleiðis úr umferð allan tímann. Hvort Anton var orðinn pirraður á þessu eða hvað er ekki gott að segja en alla vega gerði hann sig sekan um glórulaust brot sem kostaði vítakast og réttilega beint rautt spjald þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Næstu mínútur voru vægast sagt einkennilegar, slakir dómarar leiksins virtust hreinlega ætla að tryggja HK-ingum sigurinn að mati tíðindamanns síðunnar og það sem eftir var leiksins voru Akureyringar reknir út af fyrir litlar sakir og HK fékk vítaköst í kippum.

Síðustu sekúndurnar voru dramatískar, Akureyri marki yfir og í sókn en í stað þess að hanga á boltanum út leiktímann fékk HK boltann og náði að jafna í sömu mund og leiktíminn rann út og framlenging því staðreynd.

Akureyri hafði frumkvæðið í framlengingunni og virtist vera með pálmann í höndunum, tveggja marka forysta 30-28 þegar þrjár mínútur voru eftir en aftur náði HK að jafna og því framlengt öðru sinni.

HK reyndust sterkari og náðu frumkvæðinu, mest fjögur mörk 31-35 sem ekki náðist að vinna upp og eftir mikinn darraðardans á síðustu mínútunum fóru þeir með tveggja marka sigur 35-37 og halda því bikarnum áfram í Kópavogi. Þeir geta ekki síst þakkað það markverðinum Sveinbirni Péturssyni sem varði ákaflegar vel í leiknum.

Okkur telst til að mörk Akureyrar hafi skipst sem hér segir: Oddur 11, Guðmundur 5, Anton, Atli og Heiðar 4 mörk hver, Bjarni og Hákon 3 hvor og Halldór 1 mark.

Elmar stóð í markinu allan tímann og varði mjög vel, þar á meðal tvö vítaköst. Siguróli kom inná og reyndi við eitt víti án árangurs.

Leikurinn var í beinni lýsingu hjá okkur hér á síðunni, Gestur Einarsson sat með símann í Laugardalshöllinni og lýsti því sem fyrir augu bar og hér á eftir er hægt að fylgjast með því hvernig leikurinn gekk fyrir sig.

Tími Staða Skýring
Velkomin í beina lýsingu. Leikurinn og lýsingin hefst klukkan 17:00
0:00Verið er að kynna liðin okkar maður á staðnum er Gestur Einarsson og lýsir í gegnum síma
0:00HK byrjar með boltann
0:180-1HK skora fyrsta markið
0:551-1Atli Ævar skorar fyrir Akureyri
1:10Akureyri vinnur boltann
1:23Hákon með skot sem Sveinbjörn ver HK með boltann
1:551-2HK skorar
1:552-2Anton jafnar
2:45Elmar ver en HK fær innkast
2:552-3HK skora úr hraðaupphlaupi
4:13Dæmd lína á Odd
4:472-4HK menn labba í gegnum vörnin og skora
5:22Sóknarbrot á Akureyri
5:33HK skjóta í slá og Akureyri með boltann
6:013-4Anton skorar gott mark
6:15Akureyri vinnur boltann í vörninni
6:50Heiðar Þór fer inn en Sveinbjörn ver
7:07Anton með sendingu útaf, HK með boltann
7:34Ruðningur dæmdur á HK
7:57 leikmaður HK fær spjald
9:26Akureyri fær aukakast
9:47HK í hraðaupphlaupi
10:24Oddur fær hraðaupphlaup en Bubbi ver
10:40Elmar ver og Akureyri í sókn
10:52Oddur í hraðaupphlaup og fær víti
11:084-4Oddur skorar sjálfur úr vítinu
11:34HK missir boltann
11:49Anton er tekinn úr umferð
12:12Bjarni með skot í vörnina
12:52Sveinbjörn ver frá Antoni
13:244-5HK nær frákasti og skora
13:245-5Guðmundur skorar flott mark fyrir Akureyri
14:34HK fær vítakast
14:535-6Þeir skora úr vítinu
15:05Vörn Akureyrar ekki nægilega góð það sem af er
15:235-7HK skorar
15:37Anton missir boltann
15:49 Oddur rekinn útaf
16:27Elmar ver og Akureyri með boltann
17:296-7Hákon skorar fyrir Akureyri
17:467-7Guðmundur jafnar leikinn
17:58Elmar ver og Akureyri í sókn
18:178-7Anton kemur Akureyri yfir
18:21HK tekur leikhlé
18:21Leikurinn hefst á ný
18:30Elmar ver glæsilega en HK heldur boltanum
18:468-8HK menn jafna
18:58 HK maður fær gult spjald
18:58Akureyri fær aukakast
20:08Elmar ver og Akureyri í sókn
21:009-8Guðmundur kemur öflugur inná og kemur Akureyri yfir
21:459-9HK jafna leikinn
22:1310-9Hákon með glæsimark úr uppstökki
22:32Elmar ver og Akureyri í sókn
22:45HK fær boltann
23:2210-10HK jafna
24:1410-11HK kemst yfir
24:45 HK maður rekinn útaf
25:18Hákon með skot sem Sveinbjörn ver
25:5010-12HK eykur muninn í tvö mörk
26:22Atli Ævar með skot sem Bubbi ver í stöng, HK í sókn
27:05Elmar ver glæsilega og Akureyri með boltann
27:3511-12Hákon brýst í gegn og skorar
27:50Akureyri vinnur boltann
28:03Atli Ævar með skot af línunni en Sveinbjörn ver
28:22Hákon með skot en Sveinbjörn ver
28:5912-12Atli Ævar skorar af línunni eftir glæsisendingu Guðmundar
29:2413-12Oddur skorar úr hraðaupphlaupi
29:4514-12Bjarni skorar úr hraðaupphlaupi
30:00Elmar ver vítakast frá HK á síðustu sekúndu hálfleiksins
30:00Mörk Akureyrar: Anton, Hákon og Guðmundur 3 hver, Atli og Oddur 2 hvor, Bjarni 1.
30:0315-12Seinni hálfleikur hafinn og Anton skorar
30:38Elmar ver
32:11Elmar ver enn og Akureyri í sókn
32:47Atli Ævar fær aukakast
33:11Anton með skot í vörnina
33:28Akureyri missir boltann
33:4315-13HK minnkar muninn
33:5616-13Atli Ævar skorar af línunni
34:12HK missir boltann
35:00Halldór kemur inná leikurinn er stopp
35:02Leikurinn hefst á ný
35:23Anton með glórulaust skot framhjá
35:39HK skjóta sömuleiðis framhjá
36:02 HK maður rekinn útaf
36:32 HK maður rekinn útaf fyrir að verja með fæti þannig að HK er tveimur leikmönnum færri
36:37Leikurinn er stopp klukkan í höllinni er í rugli
36:11Leikurinn er hafinn aftur
36:27Hákon í gegn en Sveinbjörn ver og HK fær boltann
36:48Elmar ver en HK fær vítakast
37:05Elmar ver vítakastið með tilþrifum!
37:15Anton liggur og heldur um legginn
37:15Inga Ragnarsdóttir landsliðsnuddari er að huga að Antoni
37:15Anton hristir þetta af sér og ætlar að halda áfram
37:4017-13Guðmundur eykur muninn fyrir Akureyri
37:54Elmar ver
38:0118-13Oddur skorar fyrir Akureyri
38:33Elmar fer á kostum og ver dauðafæri
38:44Elmar ver enn og aftur en HK fær víti
38:58 Anton rekinn útaf
38:4618-14HK skora úr vítakastinu
39:06Oddur brýst í gegn en fær bara aukakast
39:2119-14Oddur lyftir sér upp og neglir hann í netið
39:39Elmar nær boltanum
39:4720-14Oddur skorar
40:05Elmar nær boltanum
40:22Sveinbjörn ver en Akureyri heldur boltanum
40:42Hákon með skot sem er varið í horn
41:00Anton með skot himinhátt yfir mark HK manna
41:2620-15Ólafur Bjarki skorar fyrir HK
41:40 Atli Ævar fær högg á andlitið en þarna hefði átt að gefa rautt
42:2021-15Heiðar Þór skorar glæsilega á nærstöngina
42:39Elmar ver en HK fær aukakast
42:5721-16HK skorar
43:12Oddur með skot sem Sveinbjörn ver
43:31Elmar ver meistaralega og Akureyri í sókn
43:51 HK maður útaf fyrir mótmæli
44:28Atli Ævar reynir að vippa en Sveinbjörn ver
44:2922-16Oddur skorar eftir að hafa unnið boltann í vörninni
44:37HK tekur leikhlé enda er Akureyrarliðið búið að fara á kostum í seinni hálfleik.
44:37Sigurpáll Árni er Geir bróður sínum til aðstoðar á bekknum
45:01 Atli Ævar rekinn útaf
45:43Elmar ver en HK fær aukakast
45:43Elmar ver og Akureyri í sókn
46:1023-16 Oddur skorar og einn HK maður fær rautt
46:5423-17HK menn minnka muninn
47:2024-17Oddur nær frákasti og skorar
47:39Verið er að þurrka gólfið
47:5624-18Ólafur minnkar muninn fyrir HK
48:37Akureyri í sókn
49:02Anton er tekinn úr umferð
49:16 Anton með glórulaust brot og fær beint rautt spjald
49:4424-19Ólafur skorar úr vítakastinu
49:46Hákon tekinn úr umferð
50:02 Heiðar Þór rekinn útaf
50:13HK á vítakast
50:1324-20HK skora úr vítinu og Akureyri tveim mönnum færri
50:3125-20Oddur skorar úr vonlausu færi úr horninu
50:50Oddur fiskar ruðning magnað!
51:13Bjarni fær dæmdan á sig ruðning
51:25Akureyri fær annan manninn inná
51:43Leikurinn er stopp
51:2325-21HK skora eftir uppstökk
51:54Oddur fer inn úr horninu en Sveinbjörn ver
52:1125-22HK skora
52:20Akureyri með fullskipað lið
53:20HK geysist í sókn
53:47 Hákon rekinn útaf fyrir ekki neitt! Eru dómararnir að reyna að jafna leikinn?
53:48HK fær vítakast
53:4025-23HK skorar úr vítakastinu
54:23Akureyri fær aukakast
54:41Akureyri tekur leikhlé
54:42Leikurinn hefst á ný
54:46Oddur tekinn úr umferð
55:10Oddur fer innúr horninu en það er varið
55:24HK klikka í sókninni
55:39 HK maður rekinn útaf
56:07Sveinbjörn ver en Akureyri er með boltann
56:3625-24HK minnkar muninn í eitt mark
57:11Heiðar Þór með skot sem er varið í horn
57:2226-24Heiðar Þór með glæsilegt mark úr horninu
57:46 Oddur rekinn útaf
58:0926-25HK skora
58:21Akureyri fær aukakast
59:01HK fær boltann
59:27Bjarni vinnur boltann
59:5626-26HK jafna og leikurinn fer í framlengingu.
60:00Okkar maður á staðnum vill meina að dómgæslan hafi verið okkar mönnum verulega óhagstæð síðustu mínúturnar svo ekki sé meira sagt!
60:00Leiknar verða 2x5 mínútur og ekkert hlé
60:03Leikurinn er hafinn Akureyri í sókn
60:31Bjarni fær vítakast
61:0027-26Bjarni skorar sjálfur úr vítinu
61:2927-27HK menn jafna
61:57Bjarni með skelfilegt skot og Sveinbjörn grípur boltann
62:14Atli Ævar vinnur boltann
62:51Verið að þurrka gólfið
63:17 HK maður rekinn útaf fyrir fót
63:4928-27Oddur brýst í gegn og skorar
64:09Elmar ver glæsilega og Akureyri með boltann
65:00HK byrjar seinni hluta framlengingar
66:0128-28HK menn jafna
66:17Akureyri fær aukakast
66:1729-28Atli Ævar skorar af línunni
66:28Oddur stelur boltanum
67:0030-28Heiðar Þór skorar frábært mark
67:1630-29HK minnkar muninn í eitt mark
67:42HK fær boltann
68:01 spjald á bekkinn hjá Akureyri
68:5030-30HK jafna
69:22Akureyri fær aukakast
70:00Akureyri á aukakast og tíminn liðinn
Önnur framlenging staðreynd!
70:00HK byrjar aðra framlengingu
70:42Akureyri vinnur boltann
71:31Heiðar Þór fer inn en Sveinbjörn ver
72:07HK fær aukakast
72:28HK fær mjög ódýrt vítakast
72:5030-31HK skora úr vítinu
73:06Atli Ævar fær aukakast
73:18Bjarni með skot í stöng
73:34Oddur nær frákastinu og skýtur en Sveinbjörn ver
74:03 Atli Ævar fær brotvísun
74:2730-32HK skora úr vítakasti
74:51Oddur með skot sem er varið
75:00Akureyri byrjar seinni hluta framlengingarinnar
75:33Fannar fær aukakast
75:42Heiðar Þór með skot yfir
75:5930-33HK eykur muninn
76:3631-33Heiðar Þór nær frákasti og skorar
76:52Akureyri tekur þrjá leikmenn úr umferð
77:1531-34HK skora
77:26Bjarni með undirhandarskot sem Sveinbjörn ver
77:4331-35HK eykur muninn, þetta er orðið erfitt
78:4032-35Guðmundur skorar
78:55Elmar ver og Akureyri í sókn
79:0533-35Bjarni skorar
79:2233-36HK skora og tryggja sennilega sigurinn
79:56Dæmd lína á HK
79:3034-36Halldór skorar af línunni
79:5034-37HK skorar
80:0035-37Heiðar Þór skorar á lokasekúndunni
Gríðarleg vonbrigði í lokin eftir að hafa haft leikinn í hendi sér í venjulegum leiktíma
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson