Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Árni verður með að þessu sinni

9. mars 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

Leikur dagsins: Stjarnan - Akureyri í beinni textalýsingu

Þetta verður í annað sinn á tímabilinu sem liðin mætast í Garðabænum en fyrri leikurinn var í byrjun desember og þar fór Stjarnan með góðan sigur eftir að leikur Akureyrar hrundi á lokamínútum leiksins.

Stjarnan sýndi það síðastliðinn fimmtudag að þeir eru með hörkulið þegar þeir unnu FH á heimavelli þeirra síðarnefndu með þrem mörkum eftir að hafa náð níu marka forystu í fyrri hálfleik.

Frá desemberleiknum gegn Akureyri hafa þær breytingar orðið í leikmannahópi Stjörnunnar að Fannar Þór Friðgeirsson hefur yfirgefið liðið og gengið til liðs við sína fyrri félaga í Val, og sömuleiðis hefur Hermann Ragnar Björnsson gengið til liðs við FH.

Hins vegar hefur Patrekur Jóhannesson þjálfari dregið fram skóna á ný og hann dreif sína menn áfram í síðasta leik gegn FH, skoraði fjögur mörk og batt saman vörnina sem skilaði í kjölfarið ótal hraðaupphlaupsmörkum.

Þá er Björgvin Hólmgeirsson kominn til baka eftir meiðsli en hann missti reyndar af síðustu tveim leikjum vegna leikbanns. Skyttan Vilhjálmur Ingi Halldórsson átti stórleik gegn FH og þá er hornamaðurinn Ragnar Már Helgason baneitraður.


Patrekur og Ragnar Már Helgason bera saman bækur sínar í FH leiknum

Það sem fór reyndar með desemberleikinn hjá okkar mönnum var fyrst og fremst hörmuleg nýting á dauðafærum einn á móti markmanni en ef minnið svíkur ekki þá fóru tólf slík í vaskinn og munar um minna.

Árni Sigtryggsson er einnig kominn til baka en hann lék ekki með í desember þannig að það eru allar horfur á að við fáum magnaðan leik í Garðabænum á mánudaginn.

Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni lýsingu hér á síðunni en við hvetjum frábæra stuðningsmenn Akureyrar til að fjölmenna í Mýrina, leikurinn hefst klukkan 19:30 og lýsingin eitthvað fyrir þann tíma.

Smelltu hér til að fylgjast með beinu lýsingunni.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson