Þessi mynd er greinilega ekki tekin á sumaræfingu
| | 16. júní 2009 - Akureyri handboltafélag skrifarOpin æfing í dag - Hvað gera leikmenn á æfingum?Eins og kom fram fyrir nokkrum dögum eru æfingar í fullum gangi, og er ætlunin að Akureyri Handboltafélag bjóði upp á opna æfingu þriðjudaginn 16. júní á Akureyrarvelli þar sem að stuðningsmönnum gefst kostur á að horfa á leikmenn liðsins þreyta þrekpróf, jafnframt mun fara fram ástandsskoðun leikmanna.
Okkur var að berast eftirfarandi listi sem dæmi um æfingar sem leikmenn Akureyri Handboltafélags hafa verið að leggja á sig það sem af er undirbúningstímabili...
... útihlaup, stíflutröppur, sprettir, brekkusprettir, bekkpressa, hnébeygja, klín og jerk, snara, hangandi kviður, thruster, akureyrarvöllur cooper-test, kirkjutröppur, 10 km útihlaup, burpees, planki, bakfettur, björninn, spinning, box, framstig, interval-æfingar, dýfur, upphífingar, fótréttur, fótabeygjur, axlapressa, skábekkur, sipp, fótapressa, pilates, stigasprettir, hopp, hjólatúrar upp Hlíðarfjall og Eyjafjarðarhringinn ...
Svona til að gefa nokkur en alls ekki tæmandi dæmi um það sem gengið hefur á á æfingum.
Sumir myndu kannski segja „guði sé lof fyrir heita potta“. |